fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020

Hún fékk óvenju slæmar blæðingar – Kom í ljós að hún var með tvö leggöng

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 16. október 2019 21:30

Molly-Rose Taylor

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mörg ár fór Molly-Rose Taylor, 19 ára, á mjög slæmar blæðingar. Svo slæmar að hún var oft með óráði og það leið yfir hana vegna sársauka.

Læknar misgreindu Molly-Rose fjórum sinnum áður en hún fékk loksins rétta greiningu. Hún komst sjálf að sannleikanum þegar hún reyndi að stunda kynlíf með kærasta sínum.

Molly-Rose er með sjaldgæft heilkenni sem kallast tvöfalt leg eða „uterus didelphys“.Það hefur áhrif á 0,5-5 prósent kvenna í heiminum samkvæmt tölum frá NCBI.

Það þýðir að hún sé með tvö leggöng, tvo leghálsa og tvö leg. Hún hefur því alltaf farið á tvær blæðingar í einu, og þess vegna upplifað svona mikinn sársauka.

Molly-Rose vill vekja athygli á heilkenninu. Hún segir að fjöldi lækna hafi mistekist að sjá 2 cm þykkan „skilvegg“ sem lá langsum niður leggöng hennar og gerði það að verkum að leggöngin voru tvö.

Tvöfalt leg.

„Fyrst þegar ég byrjaði á blæðingum þá kenndu læknar aldri mínum um og að líkami minn væri enn ungur og gæti ekki ráðið úr þessu,“ segir Molly-Rose.

„En núna veit ég að sársaukinn kemur vegna þess að ég fer á tvær blæðingar í einu. Ég hef verið á getnaðarvörn síðan ég var tólf ára til að reyna að draga úr blæðingum og aðsvifum. Á unglingsaldri reyndi ég að nota túrtappa en það mistókst. Ég hélt kannski að það væri eðlilegt,“ segir hún.

„Það var ekki fyrr en ég reyndi að stunda kynlíf með kærastanum mínum, ég byrjaði að hafa áhyggjur því það var ómögulegt og mjög sársaukafullt. Ég tók eftir því að það væri einhvers konar húð í miðjunni og tvö göt og ég skammaðist mín svo.“

Molly-Rose Taylor lét fjarlægja skilvegginn.

Molly-Rose segir það ríkja mikil fáfræði um heilkennið í læknissamfélaginu og hún hafi sjálf þurft að leita sér upplýsinga um það á netinu.

„Það voru engir bæklingar fyrir mig til að lesa og engir læknar sem gátu hjálpað mér að skilja heilkenni mitt, og þess vegna tók það svona langan tíma fyrir mig að fá rétta greiningu,“ segir Molly-Rose.

Hún fór til heimilislæknis og sagðist telja sig vita hvað væri að, hún fékk tíma hjá kvensjúkdómalækni og fékk loksins svör.

„Ég var örvæntingarfull og vildi svör. Á innan við tíu mínútum var staðfest að ég væri með tvö leg, tvo leghálsa og tvö leggöng. Ég var svo ánægð að vita loksins hvað væri að.“

Í ágúst 2017 var skilveggurinn (e. longitudinal septum) í leggöngum hennar fjarlægður. Molly-Rose er bjartsýn á framtíðina.

„Þó að ég muni glíma við einhver erfiði þegar ég verð tilbúin að eignast fjölskyldu og það eru miklar líkur á fósturmissi, þá er ég allavega vör við það og get skipulagt mig út frá því,“ segir hún.

„Ég vil deila sögu minni til að vekja athygli á þessu fyrir aðrar stelpur og konur sem eru að ganga í gegnum það sama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Svakalegustu framhjáhaldssögurnar – Barn kom upp um hann

Svakalegustu framhjáhaldssögurnar – Barn kom upp um hann
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Endalausar United sögur hafa áhrif á spilamennsku Sancho

Endalausar United sögur hafa áhrif á spilamennsku Sancho
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Kim Kardashian höfð að háði og spotti – Íslendingar taka þátt í gríninu

Kim Kardashian höfð að háði og spotti – Íslendingar taka þátt í gríninu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fara ekki út úr húsi nema með lífverði eftir morðhótanir

Fara ekki út úr húsi nema með lífverði eftir morðhótanir
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Háskóli játar mistök – Greiðir foreldrum stúdínu 1,4 milljarða í bætur

Háskóli játar mistök – Greiðir foreldrum stúdínu 1,4 milljarða í bætur
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

WHO hvetur Evrópuríki til að herða baráttuna gegn kórónuveirunni

WHO hvetur Evrópuríki til að herða baráttuna gegn kórónuveirunni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.