Miðvikudagur 03.mars 2021

Fyrirtæki drusluskammaði umsækjanda fyrir bikinímynd – Mistókst stórkostlega

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 9. október 2019 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emily Clow, 24 ára, var í atvinnuleit og ákvað að sækja um hjá fyrirtæki í Austin, Texas. Fyrirtækið, Kickass Masterminds, hjálpar frumkvöðlum að stækka rekstur sinn og taldi Emily sig vera kjörna í starfið vegna reynslu sinnar á samfélagsmiðlum og í sölustörfum.

En fljótlega eftir að hafa sótt um starfið uppgötvaði hún að fyrirtækið væri að nota myndir af henni til að gera lítið úr henni.

Kickass Masterminds tók skjáskot af mynd af Emily Clow í bikiní, sem var á hennar persónulega Instagram-reikningi, og deildi því í Instagram Story. Með myndinni varaði fyrirtækið framtíðar umsækjendur um að „deila samfélagsmiðlum símum með mögulegum atvinnurekanda ef svona efni er á þeim.“

„Gerðu það sem vonda þú vilt í einrúmi. En þetta er ekki að hjálpa þér að vinna almennilega vinnu,“ stendur í færslunni.

Emily sá færsluna frá Kickass Masterminds og tjáði sig um það á Twitter.

„Ég var hlutgerð fyrr í dag af fyrirtæki vegna myndar af mér í bikiní. Þau segja að myndin geri mig „ófagmannlega.“ Þau tóku skjáskot af myndinni, deildi því í Insta Story og skömmuðu mig. Mér finnst það óskiljanlegt að fyrirtækið höndlaði þetta á þennan hátt.“

Tístið hennar vakti mikla athygli og hafa þúsundir manns lýst yfir stuðningi á Emily.

„Stuðningurinn er magnaður,“ segir hún í samtali við BuzzFeed News.

Hún segist hafa verið miður sín þegar hún sá fyrst myndina í Instagram Story hjá fyrirtækinu og hafi fyrst um sinn ekki verið viss um hvernig hún ætti að bregðast við.

Emily bað fyrirtækið þrisvar um að taka færsluna niður. Eftir þriðju tilraun hennar blokkaði fyrirtækið hana. Sjá má samtal hennar og Söru Christensen, forstjóra fyrirtækisins, hér að neðan.

Sara viðurkenndi að hafa gert mistök í færslu á Medium og bað Emily afsökunar.

„Fyrir alla sem eru að fylgjast með, þá er ég frábært dæmi fyrir það sem á EKKI að gera. Ég hef algjörlega lært mína lexíu og þó ég sé ekki tilbúin að tjá mig opinblerga um þetta nánar þá mun ég láta ykkur vita ef það gerist.“

Það má segja að drusluskömmun fyrirtækisins hafi mistekist stórkostlega en fyrirtækið hefur lokað fyrir Instagram-reikning sinn og tekið niður heimasíðu sína og Facebook og Twitter síður sínar.

Emily segir að hún hafi ákveðið að stíga fram til að vekja athygli á málinu.

„Mér fannst þetta vera svipaðar aðstæður og margar konur þurfa að kljást við daglega þegar þær eru í atvinnuleit. Mér datt í hug að opna umræðuna því kannski er einhver annar sem er að ganga í gegnum það sama og hugsanlega væri hægt að laga vandamálið,“ segir Emily.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Varane til sölu á góðu verði – Stekkur Solskjær á tilboðið?

Varane til sölu á góðu verði – Stekkur Solskjær á tilboðið?
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Hatrammar deilur ritstjóranna í Hafnarfirði – „Lengst af hélt ég að aðferðir hans dæmdu sig sjálfar, en nú er mælirinn fullur“

Hatrammar deilur ritstjóranna í Hafnarfirði – „Lengst af hélt ég að aðferðir hans dæmdu sig sjálfar, en nú er mælirinn fullur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er Gylfi Þór íslenska geitin? – Hrafnkell um Eið Smára: „Bara bull eftir þrítugt“

Er Gylfi Þór íslenska geitin? – Hrafnkell um Eið Smára: „Bara bull eftir þrítugt“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Björn lýsir því hvernig hann fyrirgaf banamönnum sonar síns: „Þetta var ofboðslega sárt og erfitt ferli“

Björn lýsir því hvernig hann fyrirgaf banamönnum sonar síns: „Þetta var ofboðslega sárt og erfitt ferli“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Börkur kallar eftir breytingum – „Það kann ekki góðri lukku að stýra né getur talist eðlilegt“

Börkur kallar eftir breytingum – „Það kann ekki góðri lukku að stýra né getur talist eðlilegt“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Umsögn Garðars vekur athygli – „Horfa á mig eins og ég sé kynferðislega brenglaður“

Umsögn Garðars vekur athygli – „Horfa á mig eins og ég sé kynferðislega brenglaður“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.