fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020

Fyrrverandi barnastjarna ber alvarlegar ásakanir á hendur systkinum sínum: „Systir mín nauðgaði mér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 20. september 2019 08:53

Aaron Carter.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi barnastjarnan Aaron Carter segir að látin systir sín, Leslie Carter, hafi beitt sig kynferðisofbeldi í æsku. Hann hefur einnig ásakað bróður sinn, Nick Carter, um ofbeldi og að vera raðnauðgara (e. serial rapist).

Aaron greindi frá þessu á Twitter í gær.

Leslie er ein af fjórum systrum Aarons. Hún lést árið 2012, þá aðeins 25 ára gömul, eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af lyfseðilsskyldu lyfi.

Leslie Carter.

„Systir mín Leslie var með geðhvarfasýki og tók liþíum við því. Henni líkaði aldrei við það hvernig það lét henni líða og þegar hún tók það ekki inn gerði hún hluti sem hún ætlaði sér aldrei að gera og ég virkilega trúi því. Ég var tíu ára gamall…“ Skrifaði Aaron á Twitter.

„Systir mín nauðgaði mér frá því að ég var 10 ára þar til ég var 13 ára þegar hún var ekki á lyfjunum sínum.“

Aaron sagði bróðir sinn vera „raðnauðgara“ og að hann hafi beitt hann ofbeldi alla sína ævi. Nick, bróðir Aarons, er best þekktur sem einn meðlimur frægu strákahljómsveitarinnar Backstreet Boys.

Bræðurnir.

„Og bróðir minn misnotaði mig allt mitt líf,“ skrifaði hann.

„Nú er komið að Nick [bróður mínum] að segja sannleikanum um hvað hann gerði við eina af stelpunum í fjölskyldunni. Fyrst að minn sannleikur er opinberaður og ég vona að allir þolendur kynferðisofbeldis eða nauðgunar finni frið og réttlæti.“

Í öðru tísti segir hann Nick vera raðnauðgara (e. serial rapist).

„Málin voru felld niður. Hefurðu einhvern tíman heyrt um spillt kerfi eða að frægt fólk noti pening og völd til að þagga niður í þolendum?!“ Skrifaði Aaron á Twitter um bróður sinn þegar hann var spurður út í af hverju hann færi ekki með málið til FBI.

Hann segir einnig Nick hafa beitt Paris Hilton ofbeldi en fer ekki nánar út í það.

Aaron rifjar upp atvik á Kids Choice Awards þegar bróðir hans nefbraut hann og hann segir þetta ekki vera eina skiptið sem hann gerði það.

Nick hefur ekki svarað ásökunum Aarons.

Aaron aflýsti tónleikaferðalagi fyrir nokkrum dögum og opnaði sig um andleg veikindi sín. Hann sagðist glíma við fjölda greininga eins og kvíða, þunglyndi, persónuleikaröskun og geðklofa.

Nick fékk nýlega nálgunarbann á bróður sinn og sagði að Aaron hafi sagt honum að hann væri að hugsa um að drepa ólétta eiginkonu hans og ófætt barn hans.

Nick sagði lögreglu að Aaron ætti sex skotvopn. Aaron hefur þurft að skila tveimur skotvopnum til lögreglu en hann sagði við TMZ að hann væri enn þá með skammbyssu og haglabyssu sér til verndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tindastóll tryggðu sér sæti í Pepsi-max deildinni

Tindastóll tryggðu sér sæti í Pepsi-max deildinni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KFS tryggði sér sæti í undanúrslitum eftir stórsigur

KFS tryggði sér sæti í undanúrslitum eftir stórsigur
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Atvinnuglæpamenn að verki í vespumáli 13 ára drengs – Hjólahvíslarinn skarst í leikinn

Atvinnuglæpamenn að verki í vespumáli 13 ára drengs – Hjólahvíslarinn skarst í leikinn
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Dúa og Lance höfðu ekki hitt hvort annað mánuðum saman – „Ég er svo stressuð“

Sjáðu myndbandið: Dúa og Lance höfðu ekki hitt hvort annað mánuðum saman – „Ég er svo stressuð“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fiskikóngurinn um starfsmennina sem hættu fyrirvaralaust – „Flestir segja að ég eigi að hýrudraga þær“

Fiskikóngurinn um starfsmennina sem hættu fyrirvaralaust – „Flestir segja að ég eigi að hýrudraga þær“
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Sólveig reið Ásgeiri eftir ummælin í morgun – „Trylltur hrokinn“

Sólveig reið Ásgeiri eftir ummælin í morgun – „Trylltur hrokinn“
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Heimsfaraldurinn gæti gert út af við frægar danskar tónlistarhátíðir

Heimsfaraldurinn gæti gert út af við frægar danskar tónlistarhátíðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United vonast til að selja Smalling til að safna aur í kassann

United vonast til að selja Smalling til að safna aur í kassann
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kristinn segir að erfiðleikar hafi verið í samskiptum við Jóhann – Sorgleg vinslit og óumflýjanlegur árekstur

Kristinn segir að erfiðleikar hafi verið í samskiptum við Jóhann – Sorgleg vinslit og óumflýjanlegur árekstur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.