fbpx
Laugardagur 26.september 2020

Léttist um 50 kíló: Gerði bara tvær grundvallarbreytingar

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jake Patricio var orðinn 160 kíló þegar hann sagði hingað og ekki lengra og ákvað að taka lífsstíl sinn í gegn. Jake hafði verið virkur í íþróttum á sínum yngri árum, en þegar hann fór á vinnumarkaðinn átti hann erfiðara með að finna sér tíma til að hreyfa sig – kunnuglegt stef hugsa eflaust sumir.

Jake segir sögu sína á lífsstílsvefnum Men‘s Health en þar kemur fram að hann hafi gert tvær grundvallarbreytingar á lífi sínu; tók upp ketómataræðið og reglubundna föstu. Þessar breytingar gerðu það að verkum að hann er nú 50 kílóum léttari.

Jake var í vinnunni þegar hann ákvað að breyta lífi sínu til frambúðar. Hann hafði tekið eftir því hvað hann átti orðið erfitt með að ganga upp stiga en þegar hann steig á vigt, sem notuð er til að vigta vörubretti á vinnustað hans, fékk hann áfall. „Ég var reiður út í sjálfan mig fyrir að koma mér í þessar aðstæður.“

En hvernig fór Jake að því að breyta lífi sínu til hins betra?

Fyrsta skrefið var að taka upp ketómataræðið sem hefur verið mjög vinsælt að undanförnu. Þeir sem eru á ketó neyta nær engra kolvetna og það gerði Jake. Hann borðaði bara morgunmat, hádegismat og kvöldverð til að byrja með en leyfði sér prótíndrykki eftir æfingar.

Næsta skref var að taka upp reglubundnar föstur. Fyrstu máltíð dagsins borðaði hann í hádeginu og þá næstu klukkan hálf sex síðdegis. Hann hélt sig áfram við kolvetnasnautt mataræði og borðaði aðeins þessar tvær máltíðir yfir daginn. Þriðja skrefið var að takmarka hitaeiningainntökuna við 1.800 hitaeiningar á dag, sex daga vikunnar. Hann leyfði sér að innbyrða 2.500 hitaeiningar einn dag í viku en hélt sig, eftir sem áður, við kolvetnasnautt mataræði.

Samhliða þessum breytingum byrjaði hann einnig að hreyfa sig hægt og rólega. Hann fór í ræktina þrjá daga vikunnar þar sem hann lyfti lóðum. Í lok hverrar æfingar hljóp hann tæpa tvo kílómetra á hlaupabretti.

Jake var fljótur að sjá árangur og sem fyrr segir eru 50 kíló fokin út í veður og vind síðan hann byrjaði lífstílsbreytinguna. Hann viðurkennir að þetta hafi ekki alltaf verið auðvelt.

„Það komu dagar þar sem mig langaði bara að leggjast upp í rúm eftir vinnu og sofa. Það komu líka kvöld þar sem ég fór svangur í háttinn. Það sem hélt mér gangandi var sú hugsun að ég myndi aðeins sjá árangur ef ég héldi mig við mín markmið.“

Jake segist ekki hafa haft neitt sérstakt þyngdarmarkmið í huga þegar hann byrjaði. Það eina sem hann vildi var að komast í betra form. „Mér líður töluvert betur núna. Ég er ekki eins þreyttur og ég var og ég er sterkari en áður. En ég er ekki hættur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Alfreð kom inn á er Augsburg sigraði Dortmund

Alfreð kom inn á er Augsburg sigraði Dortmund
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Þriðja hver bandarísk barnafjölskylda á ekki nægan mat

Þriðja hver bandarísk barnafjölskylda á ekki nægan mat
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Magnaðar lokamínútur í fyrsta sigri Manchester United

Magnaðar lokamínútur í fyrsta sigri Manchester United
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

María Krista útbjó draumkennt barnaherbergi

María Krista útbjó draumkennt barnaherbergi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Íslensk móðir með þungar ásakanir – Segist hafa verið svipt forsjá fyrir að vernda dóttur sína fyrir barnaníðingi

Íslensk móðir með þungar ásakanir – Segist hafa verið svipt forsjá fyrir að vernda dóttur sína fyrir barnaníðingi
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Ásmundur varar við hælisleitendum – „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“

Ásmundur varar við hælisleitendum – „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Tímavélin: Upphaf flugsamgangna á Íslandi

Tímavélin: Upphaf flugsamgangna á Íslandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Misjöfn staða í Evrópu vegna COVID-19 – 15.000 manns á leik í Ungverjalandi

Misjöfn staða í Evrópu vegna COVID-19 – 15.000 manns á leik í Ungverjalandi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.