fbpx
Föstudagur 25.september 2020

Börnin sem fæddust eftir einnar nætur gaman: „Ég skammaðist mín svo fyrir þessar aðstæður“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 18. ágúst 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar þessar konur áttu einnar nætur gaman með ókunnugum mönnum og því fylgdu afleiðingar sem þær sáu ekki fyrir. Níu mánuðum síðar eignuðust þær börn. Nú hafa þær stigið fram og sagt sögur sínar sem eru ólíkar en allar jafn áhugaverðar.

„Ég var óttaslegin og skalf“

Becky Salter var að vafra um Facebook þegar hún kom auga á kunnuglegt andlit manns sem hún hafði ekki séð í meira en 11 ár. „Ég kannaðist strax við Steven því ég átti með honum einnar nætur gaman í drykkjumóðu þegar ég var 19 ára,“ segir hún.

„Eftir á skammaðist ég mín svo mikið að ég tók saman dótið mitt, sagði bless og við höfðum ekki einu sinni skipst á símanúmerum.“

Viku síðar tók hún aftur saman við kærasta sinn, Carl, og steingleymdi þessum manni. En þegar hún fann hann á Facebook meira en áratug síðar gat hún ekki annað en smellt á myndina af honum. Hún var í áfalli því brúna hárið, brosið og bláu augun minntu óneytanlega mikið á manneskju sem hún þekkti mun betur – 11 ára gamla dóttur hennar.

„Ég var óttaslegin og skalf,“ segir Becky. „Allt hennar líf hafði ég verið viss um að Carl væri pabbi hennar og aldrei hvarflaði að mér að Steven ætti hana. En það var ekki hjá því komist þegar ég sá framan í Steven. Þetta var eins og að horfa á dóttur mína nema í karlmannslíkama.“

Becky, sem í dag er trúlofuð öðrum manni, sendi Steven skilaboð og loks mynd af dóttur þeirra. Hann sagði hana svo líka hinum börnum sínum að engin þörf væri á faðernisprófi, en Becky fór fram á það engu að síður. Í ljós kom að Steven var líffræðilegur faðir stúlkunnar og Becky lýsir því að það hafi verið mikill léttir að komast til botns í þessu. Steven hefur í kjölfarið fengið að kynnast dóttur sinni og ná þau vel saman að sögn móðurinnar.

„Ég hafði ekki farið á túr og hlýt að hafa verið í afneitun“

Tricia Morgan, 33 ára, átti einnar nætur gaman með Neil; manni sem hún kynntist á netinu. Eftir kvöldmat og nokkra áfenga drykki sváfu þau saman. Í þynnkunni daginn eftir kvöddust þau og bjuggust ekki við því að hittast framar.

„Fimm vikum síðar fór ég að vera slöpp,“ segir Tricia. „Ég hafði ekki farið á túr og hlýt að hafa verið í afneitun því það var ekki fyrr en vinkona mín spurði hvort ég væri ólétt sem ég tók próf.“

Tricia tók alls átta óléttupróf sem öll sýndu jákvæða niðurstöðu; hún einfaldlega trúði ekki sínum eigin augum. „Ég var í áfalli og skammaðist mín,“ segir Tricia sem óttaðist að færa Neil þessar sláandi fréttir.

„Hann var mjög indæll og sagðist styðja mig sama hver ákvörðun mín væri,“ segir hún. Hvorugt þeirra hafði áhuga á sambandi. Neil fór í upphafi fram á faðernispróf en snerist hugur. Hann óskaði þó eftir því að vera viðstaddur við fæðingu barnsins og Tricia segir það hafa verið vægast sagt vandræðalegt að hafa næstum ókunnugan mann viðstaddan.

„Um leið og hann fæddist sögðu hjúkrunarfræðingarnir að hann væri alveg eins og pabbi sinn,“ segir Tricia. Þá sá Neil berum augum að það var engin þörf á faðernisprófi. Næstu vikur og mánuði hjálpuðust Tricia og Neil að í uppeldinu en leituðu í sitt hvora áttina í ástarmálum.

„Það var skrýtið vegna þess að utan frá litum við út eins og hin fullkomna hamingjusama fjölskylda, en vorum í raun bara fólk sem svaf saman í kæruleysi og hvorugt okkar fannst við eiga að vera saman.“

En einhverjir neistar kviknuðu á milli þeirra Triciu og Neil, meðan þau hugsuðu saman um litla krílið, því fimm mánuðum síðar komu tilfinningarnar upp á yfirborðið. Í dag eru þau hamingjusöm tveggja barna fjölskylda.

„Þetta er kannski ekki oft sem einnar nætur gaman endar svona, en allt er gott sem endar vel,“ segir Tricia.

„Tók það skýrt fram að hann hefði ekki áhuga“

Hjúkrunarfræðingurinn Nataska Gunter var úti að skemmta sér með vinkonum sínum þegar hún kom auga á myndarlegan hávaxin mann. Þau skiptust á símanúmerum og nokkrum vikum síðar fóru þau á stefnumót sem endaði uppi í rúmi heima hjá Natösku. Hún segir viðvörunarbjöllur hafa farið að hringja um leið og hann vildi ekki eyða nóttinni þar.

„Hann varð óþolinmóður og bað mig að hringja á leigubíl,“ segir Nataska. Smokkurinn sem þau notuðu hafði slitnað en þar sem verslanir voru lokaðar daginn eftir gat hún ekki keypt neyðarpillu. Hún ákvað því að taka sénsinn og vona það besta.

„Við héldum áfram að senda hvoru öðru skilaboð og ég var hrifin af honum og vildi meira en einnar nætur gaman en hann tók það skýrt fram að hann hefði ekki áhuga.“

Mánuði síðar tók Nataska þungunarpróf og þó hún trúði ekki sínum eigin augum varð hún að sætta sig við staðreyndir. Hún var ófrísk. „Ég sendi honum skilaboð og sagði að við þyrftum að ræða málin en hann var í brúðkaupi og hafði ekki tíma,“ segir hún. Síðar sama dag sagði hún honum fréttirnar og þögnin var ærandi. Þá hafði hann fréttir að færa sjálfur.

„Hann sagði mér að hann væri giftur sem var algjört áfall og ég var miður mín,“ segir Nataska. „Ég skammaðist mín svo fyrir þessar aðstæður.“

Nataska sagði hvorki vinum sínum né fjölskyldu frá því hver pabbinn væri en systir hennar var viðstödd þegar sonur hennar fæddist. Hún segist ekki hafa skilið hvers vegna pabbinn vildi ekkert með barnið hafa. „Ég sendi honum mynd klukkutíma eftir að hann fæddist en hann hafði ekki áhuga á að sjá hann,“ segir hún.

Í dag er Nataska einstæð móðir og fær ekki greitt meðlag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hún segir þau mæðginin hafa það nokkuð gott þrátt fyrir allt.

„Þó ég sjái eftir þessu einnar nætur gamni get ég ekki sagt að ég sjái eftir því sem kom á eftir því ég á gullfallegan son sem er alveg yndislegur.“

Sögur kvennanna birtust fyrst á Daily Mail.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Stjarnan sigraði á Meistaravöllum

Stjarnan sigraði á Meistaravöllum
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Keflvíkingar komu til baka á Ísafirði

Keflvíkingar komu til baka á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Rangur maður á röngum tíma sakaður um að vefja hundaól utan um háls unglings

Rangur maður á röngum tíma sakaður um að vefja hundaól utan um háls unglings
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Landsréttur sýknar dagmömmu af líkamsárás gegn 20 mánaða barni – Sagði það hafa dottið úr stól

Landsréttur sýknar dagmömmu af líkamsárás gegn 20 mánaða barni – Sagði það hafa dottið úr stól
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

500 manns á stafrænu landsþingi Viðreisnar

500 manns á stafrænu landsþingi Viðreisnar
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Ritstjóri selur sérhæð við Rauðalæk – Sjáðu myndirnar

Ritstjóri selur sérhæð við Rauðalæk – Sjáðu myndirnar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Lögreglan varar við „mjög alvarlegu“ vandamáli – „Stöndum saman í að vernda börnin okkar“

Lögreglan varar við „mjög alvarlegu“ vandamáli – „Stöndum saman í að vernda börnin okkar“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United að leggja fram sitt síðasta tilboð í Sancho

United að leggja fram sitt síðasta tilboð í Sancho
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Marek ákærður fyrir þrjú morð, tíu morðtilraunir – Fórnarlömbin rétt orðin tvítug

Marek ákærður fyrir þrjú morð, tíu morðtilraunir – Fórnarlömbin rétt orðin tvítug