fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Meira kynlíf bjargar ekki endilega sambandinu

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pör í leit að aukinni hamingju í sambandinu gætu þurft að leita annarra leiða en að stunda meira kynlíf að því er fram kemur í nýrri rannsókn Carnegie Mellon-háskólans í Bandaríkjunum. Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar sálfræðinga skólans benda til að auknu kynlífi í samböndum fylgi ekki endilega meiri hamingja, heldur raunar þvert á móti.

64 pör á aldrinum 35 til 65 ára voru beðin um að taka þátt í rannsókninni til að skoða hvort kynlíf hefði afgerandi áhrif á sambandið og hamingju fólks yfir þriggja mánaða tímabil. Fjallað er um niðurstöðuna í breska blaðinu Telegraph.

 

Kynlífið varð að kvöð

Helmingur hópsins fékk þau fyrirmæli að gera engar breytingar á kynlífi sínu á meðan hinum var gert að stunda helmingi meira kynlíf en venjulega. Pörin svöruðu síðan spurningum um hversu hamingjusöm þau væru og hversu ánægjulegt kynlífið hefði verið á tímabilinu.

Í ljós kom að verulega dró úr ánægju paranna sem stunduðu meira kynlíf. Þá dró verulega úr löngun þeirra í kynlíf og pörin nutu þess ekki eins mikið. En sérfræðingarnir við Carnegie Mellon fundu út að það var ekki endilega aukin tíðni kynlífs sem dró úr löngun og ánægju með það, heldur fremur sú staðreynd að þeim hafði verið sagt að stunda meira af því, fremur en að gera það þegar löngun kom yfir þau.

Flest pör stunda of lítið kynlíf

„Kannski breytti það upplifun fólks á kynlífi að fara úr því að stunda það að eigin frumkvæði yfir í að gera það sem hluta af rannsóknarverkefni,“ segir Georg Loewenstein, prófessor við Carnegie Mellon og einn forsvarsmanna rannsóknarinnar.

„Ef við gerum þessa rannsókn aftur myndum við líklega hvetja fólkið til að eiga frumkvæðið að því að stunda meira kynlíf með því að leitast eftir því að skapa oftar aðstæður fyrir sig og maka sinn sem kemur þeim til. Fremur en að skipa þeim bara að stunda oftar kynlíf.“

En þrátt fyrir niðurstöðurnar telur Loewenstein að flest pör stundi minna kynlíf en þau hafi gott af og telur að aukin tíðni kynlífs í samböndum, við réttar aðstæður, sé af hinu góða.

Gæti hjálpað pörum

Annar höfundur rannsóknarinnar, Tamar Krishnamurti, segir að niðurstöðurnar geti hjálpað pörum að bæta kynlífið og auka sambandshamingjuna.

„Í stað þess að einblína á og eltast við að ná þeirri tíðni kynmaka sem þau stunduðu í byrjun sambandsins ættu pör frekar að leitast við að skapa aðstæður sem auka löngun þeirra í, og bæta, það kynlíf sem þau þó stunda.“

Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í fagtímaritinu Journal of Economic Behaviour and Organisation.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.