fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020

Öll ráðin og brögðin sem hafa hjálpað Jennu Jameson að missa tæplega 40 kíló

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 6. maí 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jenna Jameson, fyrrum klámstjarna og núverandi ketóstjarna, er dugleg að deila ýmsum ráðum og brögðum á Instagram sem hafa hjálpað henni að missa tæplega 40 kíló.

DV hefur oft fjallað um ráð Jennu en ætlar nú að taka saman öll ráðin sem hún hefur gefið hingað til. US Magazine tók saman.

Sjá einnig: Svona nær Jenna Jameson árangri á ketó: „Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á þetta!“

Ekki fríka út yfir vigtinni

28. nóvember síðastliðinn deildi Jenna myndum af sér og hvatti fylgjendur til að fríka ekki út yfir vigtinni.

„Reyndu að vera ekki með það á heilanum ef þyngdin þín sveiflast til, sem konur förum við upp og niður eftir tíma mánaðarins,“ skrifaði Jenna á Instagram. „Labbaðu þangað sem þú þarft að fara, ég labba gjörsamlega út um allt með Batel.“

Annað ráð sem Jenna gaf var að taka sjálfsmyndir í spegli. „Skrásettu árangur þinn! Að sjá þyngdartap er stærsta hvatningin mín.“

Þú þarft ekki að eiga heima í ræktinni

„Ef ég á að segja satt þá þoli ég ekki ræktina. Ég er vör um mig sjálfa og kvíðin þegar ég er þar,“ skrifaði Jenna 26. nóvember. En hún vildi samt komast í gott form. „Þannig ég sagði við mig sjálfa að ég myndi styrkja mig með því að fara í fjallgöngur með Batel, ganga eins mikið og ég gæti og hlaupa upp stiga. Og það virkar. Minn árangur sínir að þú þarft ekki að eyða mörgum klukkutímum í ræktinni. Farðu út, hreyfðu líkamann og lifðu lífinu.“

Gerðu það sem virkar fyrir þig

Jenna sagði fylgjendum sínum að fólk hefur sagt við hana að ketó myndi ekki ganga upp til langtíma. „Hér er ég fólk, búin að vera ketó í sjö mánuði og er að lifa mínu besta lífi. Gerðu það sem virkar fyrir þig […] Treystu innsæi þínu og láttu flakka. Það er enginn tími eins og núna að verða heilbrigð.“

Vertu með ákveðinn matseðil – og segðu skilið við snakk

Þegar Jenna tilkynnti að hún hafði misst tæplega 40 kíló, í færslu á Instagram í október 2018, sagðist hún borða það sama á hverjum degi: kaffi, eggjahræru með osti, kotasælu, arúgula salat, framhryggjar steik og aspas. Aðspurð um snarl skrifaði hún: „Mitt ráð er að hætta snarlinu. Árangur kemur frá vinnu, það er erfitt en elskan það er svo þess virði.“

Fagnaðu því sem líkami þinn getur

Jenna deildi mynd af sér 8. október 2018, mánuði eftir að hún fæddi son sin, og skrifaði: „Ég man eftir að hafa tekið þessa mynd bara svo ég gæti munað eftir mínum fallega og ótrúlega líkama sem var að fæða drottningu. Ég vil að allar mömmur viti að við erum eins. Við eigum allar erfitt. En við getum tekið stjórnina aftur. Frá samfélagi sem lætur okkur halda að við þurfum að „komast í sama form.“ Já ég grenntist, já ég er stolt. En ég er svo miklu stoltari af móðurinni sem ég er.“

Skoðaðu árangur einnig út frá klæðnaði

Í október 2018 sagðist Jenna hafa stigið á vigtina og hefði þyngst. Hún sagðist hafa fríkað smá út en minnt sig svo á að hún hafði verið að æfa mikið og bætt á sig vöðvum. „Við ættum öll að prufa að stíga frá vigtinni og pæla í hvernig okkur líður. Spáið meira í orkunni ykkar og hvernig þið passið í fötin ykkar.“

Ræktaðu andlega heilsu

„Við skulum tala um efasemdir og heilbrigða hugsun,“ skrifaði Jenna í september 2018. „Ég held að líkami minn hefur ákveðið að þetta sé mín kjörþyngd, 57 kíló. Óheilbrigði heilinn minn heldur áfram að hugsa að ég þarf að vera 50 kíló. Ég segi hljóðlega: „Ekki í dag, djöfull.“ Ég mun ekki falla saman fyrir þessum röddum sem segja mér að ég þarf að vera í stærð núll til að vera elskuð.“

Jenna sagðist hafa ákveðið að einblína á sjálfsást: „Þegar ég horfi núna í spegilinn sé ég heilbrigði og hamingju.“

Sættu þig við það sem þú veist þú getur ekki sleppt

Jenna elskar að setja rjóma í kaffið sitt og hefur átt erfitt með að sleppa því. Hún hefur sætt sig við að það sé eitthvað sem hún getur ekki sleppt. „Get ekki hætt, vil ekki hætta,“ skrifaði hún í september 2018.

Hunsaðu ótta

Í ágúst 2018 skrifaði Jenna að „ótti hafi verið stór hluti af frestunaráráttu minni að verða heilbrigð eftir að hafa eignast Batel. Ég hélt áfram að reyna að sannfæra mig sjálfa að mér þætti nýja stærðin mín í lagi. En mér fannst það ekki. Þetta var í raun ótti að mistakast. Það er eðlilegt að óttast að mistakast, en ef þú reynir ekki þá áttu aldrei eftir að vita tilfinninguna þegar þú nærð markmiðum þínum.“

Önnur ráð Jennu:

  • Prufaðu að hugleiða
  • Passaðu upp á að fá almennilega máltíðir ef þú ert að fasta tímabundið
  • Mundu að verða heilbrigð getur breytt viðhorfi þínu
  • Finndu út hvernig þú getur slegið á sykurlöngunina
  • Gerðu þínar eigin máltíðir
  • Fylgst þú með árangri þínum
  • Prufaðu „lata“ tegund af megrunarkúr fyrst
  • Settu þér lítil markmið til að byrja með

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Telja að miklu fleiri hafi látist af völdum COVID-19 í Mexíkó en skýrt hefur verið frá

Telja að miklu fleiri hafi látist af völdum COVID-19 í Mexíkó en skýrt hefur verið frá
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mikael spilaði í tapi gegn Liverpool – Ótrúleg endurkoma Real Madrid

Mikael spilaði í tapi gegn Liverpool – Ótrúleg endurkoma Real Madrid
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kom frá Frankfurt með 15 kíló af grasi – Örlögin ákveðin innan skamms í héraðsdómi

Kom frá Frankfurt með 15 kíló af grasi – Örlögin ákveðin innan skamms í héraðsdómi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Axel Óskar byrjaði í tapi – Samúel kom inn á

Axel Óskar byrjaði í tapi – Samúel kom inn á
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Jónsson gefur út alræmda bók þar sem helförinni er afneitað – „Takk fyrir að hringja“

Björn Jónsson gefur út alræmda bók þar sem helförinni er afneitað – „Takk fyrir að hringja“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur

Nýtt líf Arons í Svíþjóð – Sjáðu afrek hans síðustu vikur
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum
Eldsvoði í Kórahverfi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.