fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Anna ælir af afbrýðisemi: „Hann var allt kvöldið að róa mig“

Ragnheiður Eiríksdóttir
Laugardaginn 20. október 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæ Ragga

Mig langar að vita hvort þú getur hjálpað mér með smá vandamál. Ég á kærasta sem ég er búin að vera með í ár og síðustu jól flutti hann til mín en það var mín hugmynd. Ég held að ég hafi stungið upp á þessu miklu meira af afbrýðisemi en ást. Samt elska ég hann mjög mikið, ekki misskilja það.

Fyrst hélt ég áfram að fá afbrýðisemisköst en svo náðum við að búa til reglur sem hann fer alveg eftir núna og mér líður miklu betur. Þetta var mjög mikilvægt fyrir mig því köstin eru mjög óþægileg og yfirleitt kasta ég upp og er frekar lengi að jafna mig.

Svo gerðist það í gær að ég fann dagbók þar sem hann hefur skrifað um fullt af stelpum sem hann hefur verið með. Ég fékk rosalegt hjartsláttarkast og ældi og hann var allt kvöldið að róa mig. Samt veit ég alveg að ég er ekkert fyrsta stelpan sem hann er með. Geturðu gefið mér ráð um þetta og hvað ég á að biðja hann að gera til að þetta gerist ekki aftur?

Kærar kveðjur,

Anna

Halló Anna

Mér líst ekkert á þetta. Ég dauðvorkenni sambýlismanni þínum að búa við þessa harðstjórn og að auki eiga það á hættu að þú hnýsist í persónulegar eigur hans.

Afbrýðisemi í smáskömmtum er eðlilegasti hlutur í heimi, allir hafa orðið smá abbó, en yfirleitt dvín tilfinningin fljótt og hefur ekki skemmandi áhrif á hlutaðeigandi. Hjá þér er eitthvað allt annað í gangi. Það er greinilegt að þú hefur enga stjórn á þessum tilfinningum og þær hafa mikil og neikvæð áhrif bæði á þitt líf og kærastans. Það er alls ekkert eðlilegt við að hann þurfi að fara eftir sérstökum reglum á heimili sínu til þess að þú fríkir ekki út og ælir. Svo er ömurlegt að hnýsast í dagbækur annars fólks, jafnvel þó að maður búi með því.

Þú hefur greinilega einhvern vott af innsæi í vandamálið, segist til dæmis gera þér grein fyrir því að hann hafi ekki lifað einangraður í súrefniskúlu fram að fundum ykkar… en samt sýnist mér þú eiga ansi langt í land. Vandamálið er ekki skortur á reglum á heimilinu eða röng hegðun hans. Vandamálið á heima inni í þínu höfði og þú berð ábyrgð á að horfast í augu við það og leita þér hjálpar. Ég legg því til að þú hafir samband hið fyrsta við sálfræðing eða geðlækni. Það er ennþá séns að bjarga sambandinu ef þú gerir þetta en nokkuð öruggt að þetta endar með ósköpum ef þú bíður mikið lengur.

Gangi þér vel,

Ragga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.