fbpx
Þriðjudagur 26.september 2023

Íslenskar stelpur birta „skítugar“ myndir af sér á Instagram til að mótmæla ummælum í Brennslunni á FM957: „Ég er skítug gella“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 4. október 2018 11:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur sem hvetur til jákvæðrar líkamsímyndar, hefur stofnað til mótmæla á Instagram vegna ummæla sem féllu í morgunþætti Brennslunnar á FM 957 fyrr í vikunni um að konur sem birtu rassamyndir eða myndir af sér í bíkíní væru „skítugar“. Mótmælin felast í að birta rassamyndir af sér á Instagram með myllumerkinu hvaðmálikea.

„Ekkert óeðlilegra en FM957 að kalla stelpur sem taka myndir af sér, hvort sem þær eru í bíkíní, nærfata eða bíkíní-rassamyndir á Instagram, SKÍTUGT lið í beinni útsendingu. Blöskrar. Þetta kallast „slutshame“ sem er ekkert annað en „bodyshame“ sem er ekkert annað en KJAFTÆÐI árið 2018,“ segir á hóp á Jákvæðrar líkamsímyndar á Facebook.

Þáttastjórnandi FM 957, Kristín Ruth Jónsdóttir, baðst afsökunar á ummælunum daginn eftir án þess að ræða frekar við hvað hún átti. Þátturinn er ekki tiltækur á vef stöðvarinnar en hér má heyra afsökunarbeiðnina sem kom í gær, afsökunarbeiðnin er á fyrstu mínútu þáttarins.

Kristín: „Ég ætla að byrja þáttinn hér í dag á því að biðjast afsökunar á ummælum mínum hér í gær. Hjörvar hvað segir þú í dag?“

Hjörvar: „Ég er að reyna að átta mig á af hverju þú ert að biðjast afsökunar. Það er eins og það er. Þú getur kannski útskýrt þetta fyrir mér?“

Kristín: „Ég geri það kannski á eftir.“

Instagramstjarnan Aldís Björk var fyrst til að birta slíka mótmælamynd og hafa nú tugir tekið undir með henni, þar á meðal Karítas Harpa Davíðsdóttir sigurvegari The Voice í fyrra.

Aldís Björk spurði einfaldlega:

„Skítug gella?“

https://www.instagram.com/p/BocqhEbgehm/?tagged=hva%C3%B0m%C3%A1likea

Karítas Harpa fagnar framtakinu og segir:

„Fagna fólki eins og Aldísi sem lætur ekki bjóða sér slutshaming af verstu sort og það í beinni í útvarpinu. Áfram konur sem styðja, styrkja og byggja upp hverja aðra”

https://www.instagram.com/p/Bod2qzEAehn/?utm_source=ig_web_button_share_sheet

https://www.instagram.com/p/BofPHChBgnM/?tagged=hva%C3%B0m%C3%A1likea

Einn karlmaður hefur til þessa tekið þátt í mótmælunum.

https://www.instagram.com/p/BoebiNwAwl9/?tagged=hva%C3%B0m%C3%A1likea

Dísa Jóhanns segir að hún hafi fengið ótal skilaboð frá fólki sem vill segja henni hvaða myndir hún á að birta á Instagram:

„Menn að segja að ég sé skítug, spurja hvort ég vilji borgað fyrir eitthvað kynferðislegt, senda mér óviðeigandi myndir og myndbönd ofl. SAMA HVAÐ ég set inna instagram þá er það mitt val og ég á ekki að þurfa standa í svona þrátt fyrir það. Ég þurfti að hugsa mig um svona 20 sinnum áður en ég ákvað að taka þátt í þessu sem ætti ekki að þurfa. #hvaðmálikea#fm957#stopslutshaming

 

https://www.instagram.com/p/BoeEzVOAuMn/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Kostnaðarsamar kröfur moldríkra ferðalanga – Hjákona, FengShui í rugli, tímabelti leiðrétt

Kostnaðarsamar kröfur moldríkra ferðalanga – Hjákona, FengShui í rugli, tímabelti leiðrétt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pochettino segir að eigendurnir séu svekktir en biður um meiri tíma

Pochettino segir að eigendurnir séu svekktir en biður um meiri tíma
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

FÁSES stofnar Gleðibanka – Táknræn prósenta mun renna í sjóðinn

FÁSES stofnar Gleðibanka – Táknræn prósenta mun renna í sjóðinn
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Verkfærið sem nær allir netnotendur nota – 99.000 á sekúndu

Verkfærið sem nær allir netnotendur nota – 99.000 á sekúndu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta harðneitaði að gagnrýna mistökin – ,,Við elskum hann“

Arteta harðneitaði að gagnrýna mistökin – ,,Við elskum hann“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.