Höfrungi sem var kennt að „ganga“ á sporðinum á meðan hann var í umsjá fólks hefur nú kennt níu öðrum höfrungum slíkt hið sama eftir að hafa verið sleppt lausum.
Höfrunginum, Billie, var bjargað úr menguðum læk árið 1988 og dvaldi í ásamt fleiri höfrungum í höfrungasafni í Adelaide. Samkvæmt Metro lærði Billie að „ganga“ á sporðinum þegar hún fylgdist með öðrum höfrungum á safninu.
Eftir að Billie var sleppt lausri hélt hún áfram að „ganga“ á sporðinum og árið 2011 var komist að því að aðrir villtir höfrungar voru farnir að herma eftir henni.