fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024

Emma segir að megrunarkúrarnir hafi farið illa með líkama hennar

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 27. ágúst 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska leikkonan Emma Thompson segir að megrunarkúrar sem hún fór á til að halda línunum í lagi hafi farið langt með að rústa lífi hennar. Emma er 59 ára og á að baki langan og farsælan feril í kvikmyndum. Hún hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðahlutverki árið 1993 og árið 1996 fyrir handritið að kvikmyndinni Sense and Sensibility.

Í viðtali við breska blaðið Guardian um helgina sagði Emma að megrunarkúrar sem hún fór á hafi farið illa með líkama hennar. Kerfið sem sér um að efnaskipti séu í eðlilegu jafnvægi hafi farið úr skorðum og hún finni enn fyrir því í dag.

„Ég hef barist gegn þessum milljónaiðnaði en vildi að ég hefði haft meiri vitneskju þegar ég byrjaði að borða þetta drasl þeirra. Ég sé mikið eftir því,“ sagði hún en fór þó ekki nánar út í það hvernig kúrarnir hefðu komið á ójafnvægi í líkama hennar. Þó er það þekkt hjá fólki sem fastar lengi að það hægist á efnaskiptum líkamans.

Í viðtalinu tjáði Emma sig einnig um geðheilbrigðismál og sagðist fagna því að þau mál væru komin í dagsljósið og í umræðuna. Hún hafi sjálf upplifað þunglyndi á yngri árum en ekki áttað sig á því. Loks ræddi hún einnig um það þegar hún sneri baki við trúnni eftir að prestur gagnrýndi frænda hennar fyrir að vera samkynhneigður. „Þá vissi ég að trúin væri ekki fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.