Tónlistarmaðurinn Justin Bieber situr ekki auðum höndum en hann og unnusta hans, Hailey Baldwin, festu nýverið kaup á glæsilegu sveitasetri í Kanada fyrir litlar 540 milljónir króna.
Sveitasetrið sem um ræðir, Wellington County estate, stendur á fallegum stað í Ontario og er útsýni úr því yfir hið fallega Puslinch-vatn. Við húsið er stór og mikil braut fyrir kappreiðar og þá er að sjálfsögðu kvikmyndasalur og vínherbergi á tveimur hæðum. Alls er húsið 836 fermetrar.
Ekki þykir ólíklegt að Bieber og Baldwin muni koma sér upp heimili á þessum fallega stað, en þau tilkynntu í síðasta mánuði um trúlofun sína.