fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Áhorfendur í áfalli vegna A Star is Born

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 18:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Shanks, formaður nýsjálenska bókmennta- og kvikmyndaeftirlitsins, hefur krafist þess að setja nýja innihaldslýsingu á aldurstakmark kvikmyndarinnar A Star is Born. Ástæðan er sú að ákveðinn kafli undir lok myndarinnar hefur valdið fáeinum áhorfendum gríðarlegu uppnámi sem hefur fljótt undið upp á sig. Fréttamiðillinn The Guardian greinir frá þessu.

Söngvamyndin hefur slegið rækilega í gegn á meðal áhorfenda og gagnrýnenda. Á Íslandi hefur myndin trekkt að tæplega 30 þúsund manns í aðsókn og telja sérfræðingar víða að hún verði áberandi á komandi Óskarsverðlaunum.

Á Nýja-Sjálandi er myndin bönnuð börnum yngri en 16 ára vegna kynlífssena, blótsyrða og eiturlyfjanotkunar. Við frumsýningu myndarinnar þótti ekkert nánar athugavert við innihald myndarinnar en tíminn hefur leitt annað í ljós. Þá ákvað Shanks að bæta við nýrri forvarnarlýsingu.

 

Ath. Þeir sem eiga eftir að sjá myndina og vilja ekki láta spilla áhorfi sínu ættu ekki að lesa lengra.

Nú hefur nýsjálenska kvikmyndaeftirlitið varað áhorfendur við sjálfsvígssenu sem kemur fram undir lokin. Eins og flestum er kunnugt sem hafa séð myndina, þá tekur Jackson Maine (leikinn af Bradley Cooper) þá ákvörðun að hengja sig í bílskúrnum heima hjá sér á meðan Ally (Lady Gaga) bíður eftir að hann láti sjá sig á tónleikum sem hún heldur. Til stóð að parið tæki lag í sameiningu en varð á endanum ekki úr því, áhorfendum og söngkonunni til mikillar mæðu.

Myndin heldur enn sama aldurstakmarki nema nú er búið að bæta við „sjálfsmorði“ fremst í skýringu aldursstimpilsins.

Shanks segir í samtali við fréttamiðilinn að myndin sýni sjálfsvígið utan ramma og sé framsett á smekklegan hátt en segir viðvörunina afar nauðsynlega. Þá tekur hann sérstaklega fram að tveir áhorfendur hafi leitað sér áfallahjálpar hjá lögreglu eftir bíóið.

„Þessi viðvörun hjálpar fólki sem hefur misst einhvern náskyldan að vera betur upplýst varðandi hvort það eigi að horfa á kvikmyndina eða ekki,“ segir Shanks og segir fleiri tilfelli hafa komið upp þar sem fólk á Nýja-Sjálandi leitaði sér sérfræðiaðstoðar eftir að hafa horft á myndina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar völdu bestu elskhuga Íslands: „Það var mikil kynorka á Kaffibarnum á þessum tíma“

Sérfræðingar völdu bestu elskhuga Íslands: „Það var mikil kynorka á Kaffibarnum á þessum tíma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni með mikilvæg skilaboð: „Minning um rosalegan þjófnað hefur sótt á mig síðustu daga“

Sigurður Árni með mikilvæg skilaboð: „Minning um rosalegan þjófnað hefur sótt á mig síðustu daga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi