fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Fólk í tárum yfir nýju Halloween myndinni: „Ég gekk út og skalf“

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 25. október 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta kvikmyndin í Halloween seríunni er frumsýnd um helgina og hefur fengið góð viðbrögð.

Hrollvekjan rauk beint í efsta sæti aðsóknarlistans í Bandaríkjunum síðustu helgi og hafa sögur borist um að ýmsir bíógestir hafi fengið þann hrylling sem þeir greiddu fyrir. Margir þeirra hafa verið duglegir að tjá skoðanir sínar á samfélagsmiðlum og er allt útlit fyrir að sumir nái seint að jafna sig eftir áhorfið.

Samkvæmt umsögnum á veraldarvefnum er orðið algengt að áhorfendur skilji eftir ljósin kveikt að myndinni lokinni. Einnig virðist hafa komið fyrir að sumir hafi misst úr sér þvag yfir myndinni.

„Ég endist varla í hálftíma áður en ég var farinn að margpissa á mig,“ segir til dæmis einn notandi á Twitter.

Þá bætir annar við: „Ég grét úr hræðslu á meðan myndinni stóð… Ég ætla aldrei að horfa á hana aftur.“

Fleiri viðbrögð við myndinni má sjá að neðan.

„Ég er ekki að grínast en ég grét úr ótta á meðan ég horfði á Halloween. Ég er svo mikið smábarn,“

Nokkur Aaron Singer virtist ekkert kippa sér upp við óhugnaðinn sem myndin hafði upp á að bjóða… þangað til hann var kominn heim.

„Nýja Halloween myndin hræddi mig ekkert á meðan ég horfði á hana. Samt fæ ég martraðir og get ekki sofið. Var tilgangur myndarinnar að hræða úr þér líftóruna þegar þú horfir ekki á hana?“

Í nýjustu Halloween myndinni snýr Jamie Lee Curtis aftur sem Laurie Strode, sem nú þarf að horfast í augu við Michael Myers í eitt skiptið enn. Líf hennar hefur verið litað af fundi þeirra fyrir 40 árum síðan, þegar hún slapp naumlega úr klóm hans. Laurie er hins vegar öllu viðbúin að þessu sinni og ætlar aldeilis ekki að láta yfir sig vaða.

En þá er bara að sjá hvernig Íslendingar taka í myndina. Ætli við séum harðari að okkur þegar kemur að hrollvekjum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“