fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Grét inni á baði fyrir nektarsenur í Game of Thrones

Fókus
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Game of Thrones stjarnan Emilia Clarke opnar sig um áhrifin sem nektarsenurnar í Game of Thrones höfðu á hana. Hún segir frá þessu í hlaðvarpsþætti Dax Shephard, Armchair Expert.

Hún segist hafa verið þvinguð í „slatta af nekt“ í fyrstu þáttaröð GOT.

Þá var Emilia nýútskrifuð úr leiklistaskóla og aðeins 23 ára. Í dag er hún mun ákveðnari varðandi hvað henni líður vel með að gera og hvað ekki. En á þeim tíma fannst henni hún ekki hafa mátt til að segja eitthvað.

Það var mikið um nekt í fyrstu þáttaröð Game of Thrones.

„Ég hef átt rifrildi á tökustað þar sem ég er alveg: „Nei, lakið verður uppi.“ Og þeir eru alveg: „Þú vilt ekki valda Game of Thrones aðdáendum þínum vonbrigðum.“ Og ég alveg: „Fokkaðu þér,““ segir Emilia við Dax.

Hún segir að stundum var þetta svo óbærilegt að hún fór inn á bað og grét áður en hún tók upp sum nektaratriði. Á þeim augnablikum sagði hún við sig sjálfa:

„Það er rangt hvernig mér líður. Ég ætla að gráta inni á baðherbergi og svo ætla ég aftur fram og við tökum upp atriðið og það verður í fínasta lagi.“

Sem betur fer var meðleikari hennar, Jason Momoa, með henni í liði. „Þetta var rosalega erfitt, en atriðin sem ég þurfti að gera með Jason voru yndisleg því hann var alveg: „Nei elskan, þetta er ekki í lag.“ Hann hugsaði um mig líka. Í umhverfi þar sem ég vissi ekki að það þurfti að hugsa um mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar