fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Stórval í 110 ár í Hofi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú fer hver að verða síðastur til þess að heimsækja myndlistarsýninguna Stórval í 110 ár í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Opnun sýningarinnar fór fram þann 24.júní en þá voru 110 ár liðin frá fæðingu Stefáns V. Jónssonar frá Möðrudal, betur þekktum undir listamannsnafninu Stórval.

Stefán var einstakur maður og í myndlistinni var hann þekktur fyrir sérstakan og naívískan stíl. Uppáhaldsviðfangsefnið hans var fjallið Herðubreið.

Sýningin, sem hluti er af Listasumri á Akureyri, er haldin af Tinnu Stefánsdóttur langafabarni Stefáns í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og er styrkt af Menningarsjóði Akureyrar. Verkin á sýningunni eru flest í eigu afkomenda Stefáns sem jafnframt eru aðstandendur sýningarinnar en hún stendur yfir til 25.ágúst og er opin alla daga í sumar.

Fimmtudaginn 9.ágúst kl. 20 verður svo heimildarmyndin ,,Ég er nefnilega svo aldeilis yfirgengilega magnaður að lifa“ sýnd í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi. Heimildarmyndina gerði Egill Eðvarðsson árið 1995 um síðustu einkasýningu Stóvals sem hann hélt austur á Vopnafirði með pompi og prakt. Heimildarmyndin er um 45 mínútur að lengd og er eitthvað sem enginn má láta fram hjá sér fara. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Nánari upplýsingar um sýningarnar má finna hér og hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Skúli Jón brotnaði niður eftir endurkomuna: „Ég fékk mjög alvarlegan heilahristing“

Skúli Jón brotnaði niður eftir endurkomuna: „Ég fékk mjög alvarlegan heilahristing“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Þær eru varðhundar Hannesar: „Hvar heldurðu að þú værir án þeirra, vanþakkláti vælukjóinn þinn?“

Þær eru varðhundar Hannesar: „Hvar heldurðu að þú værir án þeirra, vanþakkláti vælukjóinn þinn?“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Húsbrot og líkamsárás – Bláum geisla beint að tveimur flugvélum

Húsbrot og líkamsárás – Bláum geisla beint að tveimur flugvélum