fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Alþjóðlegt orgelsumar Hallgrímskirkju – níunda vika að hefjast

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Síðustu átta vikur hafa verið hreint út sagt stórkostlegar fyrir okkur tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæðinu. Innan veggja Hallgrímskirkju höfum við ítrekað upplifað flott samsettar efnisskrár, fallegan kórsöng og glæsilegan orgelleik (sem stundum hefur verið spunninn á staðnum af miklu listfengi). Gestir Alþjóðlegs orgelsumars í ár eru margir hverjir meðal þekktustu organista í Evrópu og mikill heiður hefur verið að hýsa þá á hátíðinni,“ segir í tilkynningu frá Hallgrímskirkju.

Nú eru aðeins tvær vikur eftir af Alþjóðlega orgelsumrinu en fullt af rúsínum í pylsuendanum. Í þessari viku munum við meðal annars fá til okkar gest frá heimsálfunni sem Leifur okkar heppni, nágranni á Hallgrímstorginu, fann forðum tíð. Samtals verða fernir tónleikar í vikunni og áhugafólk um kór- og orgeltónlist ætti því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi:

Miðvikudaginn 8. ágúst kl. 12 syngur hinn margrómaði kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, íslenskar og erlendar kórperlur eftir Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Händel, Byrd, Sigurð Sævarsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Tónleikagestum er boðið í kaffi og spjall við meðlimi kórsins að tónleikunum loknum. Miðaverð 2.500 kr.

Fimmtudaginn 9. ágúst kl. 12 leikur organisti Seltjarnarneskirkju, Friðrik Vignir Stefánsson, verk eftir G. Böhm, L. Marchand og Bach (Prelúdía og fúga í d-moll). Miðaverð 2.000 kr.

Laugardaginn 11. ágúst kl. 12 leikur hinn heimsfrægi organisti og prófessor við McGill-háskólann í Montréal, Hans-Ola Ericsson, verk eftir O. Lindberg og J.S Bach. Miðaverð 2.000 kr.

Á seinni tónleikum sínum sunnudaginn 12. ágúst kl. 17, leikur  Hans-Ola Ericsson verk eftir J.S Bach, R. Wagner (Pílagrímakórinn úr Tannhäuser) og F. Liszt. Miðaverð 2.500 kr.

 

Miðvikudaginn 8. ágúst kl. 12: Schola cantorum

Efnisskrá:
Vorvísa Texti: Halldór Laxness 1902‒1998
Músik: Jón Ásgeirsson *1928

Smávinir fagrir Texti: Jónas Hallgrímsson 1807‒1845
Músik: Jón Nordal *1926

Á Sprengisandi Texti: Grímur Thomsen 1820‒1896
Músik: Sigvaldi Kaldalóns 1881‒1946
Úts.: Jón Ásgeirsson

Dagur er nærri Kristján Valur Ingólfsson, *1947
Músik: George Fridrich Handel 1675‒1759

Ave Verum Corpus Texti: Latneskur hymni
Músik: Willian Byrd 1540‒1623

Nunc dimittis Texti: Luk. 2. 29–32
Músik: Sigurður Sævarsson *1963

Heyr, himna smiður Texti: Kolbeinn Tumason 1173–1208
Músik: Þorkell Sigurbjörnsson 1938–2013

Stóðum tvö í túni Texti: Þjóðvísa
Músík: Ísl. Þjóðlag
Úts.: Hjálmar H. Ragnarsson *1952

Grafskrift Texti: Þjóðvísa
Músík: Ísl. þjóðlag
Úts.: Hjálmar H. Ragnarsson

Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, hefur frá upphafi hlotið mikla athygli fyrir fágaðan og tæran söng sinn. Kórinn var valinn „Tónlistarflytjandi ársins 2016” á Íslensku tónlistarverðlaununum í mars 2017 og hefur unnið til verðlauna í erlendum keppnum og komið fram á tónleikum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi, Frakklandi, Japan, Sviss og Bandaríkjunum. Schola cantorum var útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2006, tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2007 og Íslensku tónlistarverðlaunanna 2013. Kórinn hefur frá upphafi leikið mikilvægt hlutverk í íslensku tónlistarlífi og frumflutt verk eftir fjölda íslenskra tónskálda auk þess að flytja tónlist allra stíltímabila með og án hljóðfæraundirleiks, m.a. í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Alþjóðlegu barokksveitina í Hallgrímskirkju (áður Den Haag), Björk, Sigurrós o.fl. Kórinn kom einnig fram á 5 tónleikum á tónlistarhátíðinni Reykjavík Festival í Walt Disney Hall í Los Angeles í apríl 2017, þ.s. söngur kórsins hlaut einróma lof í allri umfjöllun stórblaða svo sem New York Times, LA Times o.fl. Stjórnandi kórsins frá upphafi er Hörður Áskelsson.

Fimmtudaginn 9.ágúst kl. 12: Friðrik Vignir Stefánsson, organisti Seltjarnarneskirkju

Efnisskrá:
Georg Böhm 1661‒1733 Prelúdía og fúga í C-dúr

Vater unser im Himmelreich

Louis Marchand 1669‒1732 Cinquième Livre d‘Orgue / Fimmta orgelbókin

  1. Basse de Cromorne ou de Trompette
  2. Duo
  3. Plein-Jeu
  4. Basse de Trompette ou de Cromorne
  5. Récit de tierce en taille

Johann Sebastian Bach 1685‒1750 Prelúdía og fúga í d-moll, BWV 539

Friðrik Vignir Stefánsson byrjaði að læra á orgel við Tónlistarskólann á Akranesi, fyrst hjá Hauki Guðlaugssyni en síðar hjá Fríðu Lárusdóttur og lauk burtfararprófi þaðan á orgel 1983. Hann lauk síðar kantorsprófi og einleikaraprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar 1987 undir handleiðslu Harðar Áskelssonar og stundaði framhaldsnám á orgel veturinn 2005 við Konunglega danska tónlistarháskólann. Í átján ár gegndi Friðrik stöðu organista og kórstjóra við Grundarfjarðarkirkju og var skólastjóri Tónlistarskóla Grundarfjarðar. Friðrik hefur sótt orgelnámskeið af ýmsu tagi erlendis og hérlendis. Hann hefur einnig haldið fjölda tónleika innanlands og utan. Síðan 2007 hefur Friðrik Vignir starfað sem organisti og tónlistarstjóri Seltjarnarneskirkju.

 

Laugardaginn 11. ágúst kl. 12: Hans-Ola Ericsson, prófessor við McGill-háskólann í Montréal

Efnisskrá:

Oskar Lindberg 1887‒1955 Sónata í g-moll, 1924

I Marcia elegiaca

II Adagio

III Alla Sarabanda

IV Finale: Allegro con brio

Johann Sebastian Bach 1685‒1750

O Mensch, bewein‘ dein Sünde gross, BWV 622

Prelúdía og fúga í h-moll, BWV 544

Sunnudaginn 12. ágúst kl. 17: Hans-Ola Ericsson, prófessor við McGill-háskólann í Montréal

Efnisskrá:

Johann Sebastian Bach 1685‒1750

Einleitung und Fuge /Inngangur og fúga

Umr. Franz Liszt 1811‒1886 úr kantötunni Ich hatte

viel Bekümmernis, BWV 21

Richard Wagner 1813‒1883 Pílagrímakórinn úr Tannhäuser

Umr. Franz Liszt

Johann Sebastian Bach

Chromatische Fantasie, BWV 903

Umr. Max Reger 1873‒1916

Johann Sebastian Bach Lokakafli Matteusarpassíu

Umr. Charles-Marie Widor 1844‒1937

Franz Liszt Fantasía og fúga um kóralinn

Ad nos, ad salutarem undam, 1850

Hans-Ola Ericsson stundaði orgelnám að mestu í Stokkhólmi í Svíþjóð og í Freiburg í Þýskalandi en síðar einnig í BNA og í Feneyjum. Árið 1989 var hann skipaður prófessor í kirkjutónlist og orgelleik við tónlistardeild Háskólans í Piteå/Luleå í Svíþjóð. Hann hefur verið gestaprófessor bæði í Ríga, Kaupmannahöfn, Helsinki og Amsterdam auk þess sem hann hefur verið eftirsóttur konsertorganisti og fyrirlesari á fjölda orgelhátíða þar sem hann hefur lagt ríka áherslu á nýja orgeltónlist. Árið 1996 varð hann fastur gestaprófessor í Bremen, Þýskalandi og árið 2011 var hann skipaður orgelprófessor við McGill háskólann í Montréal í Kanada.

Hans-Ola Ericsson hefur komið fram á tónleikum víða um heim, fjöldi geisladiska vitna um hæfni hans og hann hefur unnið með mörgum þekktum tónskáldum við túlkun verka þeirra, s.s. György Ligeti og Olivier Messiaen. Þá er hann vinsæll dómnefndarmaður í orgelkeppnum.

Á undanförnum árum hafa mörg tónverk Hans-Ola Ericssons verið frumflutt. Meðal þeirra er „The Four Beasts‘ Amen“ fyrir orgel og rafhljóð, kirkjuóperan Höga Visan og Stabat mater fyrir kvennakór, fjögur klarinett og tvo slagverksleikara. Þar fyrir utan hefur Hans-Ola mikinn áhuga á viðhaldi eldri orgela og að stuðla að smíði nýrra. Árin 2002‒2005 var hann aðalgestaorganisti Orgelhátíðarinnar í Lahti í Finnlandi og 2005‒2011 var hann listrænn ráðgjafi Alþjóðlegu orgelhátíðarinnar í Bodø í Noregi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður