fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

NETFLIX: Góðar stelpur gerast glæponar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. maí 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þáttaröðin Good Girls fjallar um systurnar Beth Boland (Christina Hendricks) og Annie Marks (Mae Whitman) og vinkonu þeirra, Ruby Hill (Retta), sem allar þurfa aukið fjármagn vegna erfiðleika í einkalífinu.

En hvað gera þrjár konur á besta aldri, úthverfahúsmæður í Detroit, tvær heimavinnandi og ein í láglaunastarfi, til að verða sér úti um aukið fé? Jú þær ákveða að ræna stórverslun í nágrenninu. Þegar þær koma heim og telja ránsfenginn kemur í ljós að hann er töluvert hærri en þær gerðu ráð fyrir. Síðan kemur í ljós að stórverslunin er skjól fyrir peningaþvætti fyrir glæpamanninn Rio (Manny Montana) og gengi hans, sem er auðvitað ekki sáttur við þær stöllur. Og þá hefst fjörið fyrir alvöru.

Serían var frumsýnd á NBC þann 26. febrúar síðastliðinn og fyrsta serían er 10 þættir.

Lokaþátturinn skilur áhorfendur eftir í spennu og ljóst er að full ástæða er til að láta þáttaröð tvö verða að veruleika, þó að ekki hafi verið gefið grænt ljós (ennþá) á hana.

Good Girls eru skemmtilegir, hæfilega spennandi og áhugaverðir og er það fyrst og fremst sökum frammistöðu leikaranna, bæði vinkvennanna þriggja og annarra. Þættir í stíl Desperate Housewifes og Breaking Bad.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar