fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Brúin IIII hóf göngu sína í gær – Mögnuð spenna frá upphafi og einróma lof gagnrýnenda

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 07:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórða þáttaröð hinna vinsælu sakamálaþátta Brúin var tekin til sýninga í danska og sænska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Fyrsti þátturinn var þá sýndur á besta sýningartíma, klukkan 21, enda nýtur þáttaröðin mikilla vinsælda og laðaði fyrsti þátturinn milljónir áhorfenda að skjánum. Óhætt er að segja að fyrsta þættinum hafi verið vel tekið af gagnrýnendum sem lofa hann í hástert og segja að frábærar vikur séu framundan hjá sjónvarpsáhorfendum ef þættirnir verða jafn góðir og sá fyrsti.

Eins og margir vita þá eru þættirnir samvinnuverkefni Dana og Svía en sögusviðið eru borgirnar við Eyrarsund, Kaupmannahöfn og Malmö. Aðalpersónurnar eru sænska lögreglukonan Saga Norén, sem er leikin af Sofa Helin, er ein eftirminnilegasta persóna norrænna sakamálaþátta í gegnum tíðina og hefur heldur betur slegið í gegn um allan heim. Eins og í síðustu þáttaröð er Henrik Sabroe, leikin af Thure Lindhardt, í hinu aðalhlutverkinu en hann er danskur lögreglumaður og samstarfsmaður Sögu.

Þættirnir hafa slegið í gegn á heimsvísu og sýningarrétturinn á þeim hefur verið seldur til 188 landa auk þess sem tvær staðfærðar útgáfur hafa verið gerðar af þeim. Önnur gerist á brú á milli Mexíkó og Bandaríkjanna og hin í göngum á milli Englands og Frakklands.

Danskir gagnrýnendur tóku fyrsta þættinum mjög vel og lofa hann í hástert. Politiken segir að ef næstu þættir verði jafn góðir og sá fyrsti þá verði Brúin IIII eitt mikilvægasta verkið í skandinavískum sakamálaþáttum. Berlingske tekur í sama streng og segir að þessi fjórða og síðasta þáttaröð byrji vel. Það takist vel að blanda saman stjórnmálum og geðveiki í þáttunum og sýna skuggahliðar samfélagsins.

Ekstra Bladet gefur fyrsta þættinum fullt hús, fimm stjörnur, og segist gagnrýnandi blaðsins bíða spenntur eftir næsta þætti enda hafi áhorfendur verið skildir eftir í mikilli óvissu í lok fyrsta þáttar.

RÚV hefur sýningar á þáttaröðinni þann 8. janúar og er óhætt að mæla með því að fólk setjist við sjónvarpið og horfi á fyrsta þáttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“