fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Menningarverðlaun DV 2016: Tilnefningar í hönnun

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 4. mars 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarverðlaun DV fyrir árið 2016 verða veitt miðvikudaginn 15. mars næstkomandi klukkan 17.00 í Iðnó. 45 verkefni, hópar og einstaklingar eru tilnefndir til verðlaunanna í ár í níu flokkum; kvikmyndum, leiklist, dansi, tónlist, myndlist, arkitektúr, hönnun, bókmenntum og fræðum, en auk þess veitir forseti Íslands sérstök heiðursverðlaun og lesendaverðlaun dv.is verða veitt. Föstudaginn 3. mars hefst netkosning á dv.is sem stendur til miðnættis 14. mars, þar sem lesendum gefst tækifæri til að kjósa þá tilnefningu sem þeim líst best á – sú tilnefning sem hlýtur flest atkvæði í netkosningunni hreppir lesendaverðlaun dv.is.

Taktu þátt í kosningunni!


Tilnefningar í hönnun

Tulipop

Fyrir sjö árum stofnuðu Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir fyrirtæki utan um Tulipop-ævintýraheiminn. Síðan hafa um sjötíu vörur verið framleiddar undir merkinu, meðal annars borðbúnaður, lampar, töskur og annar nytjavarningur. Fyrirtækið hefur til þessa selt vörur sínar til 120 verslana í 14 löndum, en nýverið keypti bandaríski leikfangaframleiðandinn Toynami réttinn til framleiðslu á Tulipop leikföngum sem koma á markað síðar á árinu. Afrakstur samstarfsins eru bangsar, plastfígúrur og sparibaukur og verður leikföngunum dreift í hundrað verslanir í Bandaríkjunum til að byrja með.

AGUSTAV

AGUSTAV er húsgagnahönnunar- og framleiðslufyrirtæki sem var stofnað árið 2011 og er rekið af Gústav Jóhannssyni og Ágústu Magnúsdóttur. Vörur fyrirtækisins, ekki síst skemmtilegur bókasnagi, hafa vakið mikla lukku undanfarið og birst á síðum hönnunartímarita úti um allan heim. Þá vakti einnig athygli þegar bókasnaginn var veittur verðlaunahöfum Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands á dögunum. Framleiðslan er í höndum faglærðra húsgagnasmiða og eru öll efni sérvalin og unnin með tilliti til gæða. Þá gróðursetur fyrirtækið tré fyrir hverja selda vöru annaðhvort í íslenskum skógi eða í brasilísku regnskógunum, sem er til eftirbreytni.

Oddsson

Hönnunarfyrirtækið Döðlur hefur vakið mikla athygli fyrir hönnun sína á Oddsson hótelinu, sem er skemmtileg blanda af hóteli og hosteli. Þar má annars vegar fá vel útbúin lúxusherbergi með glæsilegu útsýni yfir Faxaflóa eða fjögurra manna herbergi með heimasmíðuðum kojum. Döðlur hönnuðu einnig á Oddsson húsgögn sem búin eru til úr rörum og stálpípum og þau standa við hlið húsgagna eftir heimsfræga hönnuði á borð við Alessandro Mendini, Pierre Chapo, Pierre Paulin, Gerrit Rietveld, Pierre Jeanneret og Ettore Sottsass, sem Döðlur fundu á húsgagnauppboðum um víða veröld. Hefur það verið nefnt að ekkert hótel í heiminum bjóði upp á jafn flott úrval „költ“ húsgagna frá tuttugustu öld en sumir af þeim stólum sem finna má á hótelinu eru afar sjaldgæfir. Virtar hönnunarsíður á borð við Dezeen og DesignMilk hafa fjallað um þetta safn og hönnunina á Oddsson, sem þykir skemmtilega óhefðbundin.

KALDA

Fatahönnuðurinn Katrín Alda Rafnsdóttir frumsýndi í fyrra nýja skólínu undir merki sínu KALDA en áður hafði hún einbeitt sér að fatnaði. KALDA fékk styrk úr Hönnunarsjóði á árinu og var valin á lista yfir þá skóhönnuði sem þykja mest spennandi á árinu í erlendum fagtímaritum. Skólínan fékk góðar viðtökur og féllu öðruvísi áherslur Katrínar Öldu á skó vel í kramið hjá tískuunnendum. Meðal þess efnis sem hún notar er leður, rúskinn og laxaroð frá Íslandi. Á dögunum kynnti Katrín Alda næstu línu til leiks og fer hún í sölu seinna á árinu.

Mynd: © Axel Sigurdarson 2016

Geysir

Fatamerkið Geysir hefur síðustu ár fest sig í sessi sem eitt það öflugasta hér á landi en yfirhönnuður Geysis er Erna Einarsdóttir. Eitt helsta sérkenni Geysis er íslenska ullin og kom í haust á markað fatalína sem bar nafnið Reykjavíkurnætur. Þar leitar Erna í íslenska fatahefð auk þess að hanna fatnaðinn með nútímakonur í huga. Fatnaðurinn er innblásinn af íslensku konunni og hennar daglega lífi í borginni, með sterkum skírskotunum í íslenska prjónahefð. Geysir leggur áherslu á gæði og blandast í línunni hágæðaefni líkt og móher, silki, alpaca og hör innan um íslensku ullina.

Dómnefnd: Tinni Sveinsson (formaður) og Arnar Fells Gunnarsson.

Hver á að hljóta lesendaverðlaun dv.is – Taktu þátt í kosningunni!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar