fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Jordan Peele á nasistaveiðum

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 22. september 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn, handritshöfundurinn, leikstjórinn og framleiðandinn Jordan Peele undirbýr nú nýja sjónvarpsþætti sem ætla má að muni vekja talsverða athygli.

Þættirnir sem um ræðir bera vinnuheitið The Hunt og gerast að mestu leyti í Bandaríkjunum. Þeir fjalla um leit manna að þýskum nasistum á áttunda áratug liðinnar aldar, hinum sömu og báru ábyrgð á voðaverkunum í síðari heimsstyrjöldinni. Þættirnir eru byggðir á sönnum atburðum en eftir síðari heimsstyrjöldina fluttu margir nasistar til Bandaríkjanna og settust þar að.

Peele, sem er 38 ára, hefur vakið talsverða athygli að undanförnu en hann sló fyrst í gegn í þáttunum Key & Peele á Comedy Central. Hans fyrsta verkefni sem leikstjóri var í hrollvekjunni Get Out sem sló rækilega í gegn fyrr á þessu ári.

Peele mun framleiða þættina en ekki liggur fyrir hvaða sjónvarpsstöð mun kaupa réttinn af þeim. Í frétt Hollywood Reporter kemur þó fram að margir hafi sýnt verkefninu áhuga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla