fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Takk fyrir okkur

Ástin sigraði í lokaþætti Downton Abbey

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 8. janúar 2016 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Downton Abbey er lokið og um leið er ákveðið tómarúm í lífi okkar sem höfum í nokkur ár lifað okkur inn í ástir og örlög aðalpersónanna. Handritshöfundurinn Julian Fellowes hafði vit á því að raska ekki ró okkar í síðasta þættinum. Þar fór allt vel. Ljóst var að þær persónur sem voru ekki þegar komnar í hamingjuríkt hjónaband voru á leiðinni þangað. Ástin varð því að lokum sigurvegari þáttanna, sem er alveg eins og við rómantísku sálirnar viljum hafa það.

Hin kaldlynda en um leið áhugaverða prímadonna, lafði Mary, var komin í sitt annað hjónaband og virtist ofursæl sem er furðulegt miðað við það hvað seinni eiginmaðurinn er litlaus persónuleiki og leiðinlegur eftir því. Hann jafnast alls ekki á við fyrri eiginmanninn, hinn göfuglynda Matthew okkar, sem lést því miður afar sviplega í bílslysi og skildi okkur eftir harmi slegin. Hin þjáða lafði Edith gekk loks í hjónaband eftir nokkrar árangurslausar tilraunir. Þessi geðuga unga kona hafði orðið að ganga í gegnum margar raunir og það var notalegt að sjá hamingjuna blasa við henni í lok þáttaraðarinnar. Best var þó að verða vitni að hamingju þjónanna og hjónanna, Önnu og John Bates, þegar þeim fæddist sonur. Allir áhorfendur Downton Abbey eiga sína uppáhaldspersónu og sú sem þetta skrifar hefur alltaf haft Önnu í mestum hávegum af því að hún trygglynd, heiðarleg og samviskusöm og elskar heitar en flestir gera. Hún myndi aldrei svíkja manninn sinn, hann Bates sem hún elskar svo staðfastlega. Það var ekki hægt að fá betri jólagjöf en að sjá þessi fyrirmyndarhjón alsæl með litla barnið sitt.

Hlaut Golden Globe fyrir hlutverk sitt sem Anna Bates í Downton Abbey.
Joanne Frogatt Hlaut Golden Globe fyrir hlutverk sitt sem Anna Bates í Downton Abbey.

Auðvitað féllu tár þegar maður horfði á lokaatriði þáttarins þar sem allir voru sælir og hamingjusamir. Kvöldið eftir sýndi RÚV þátt þar sem sýnt var frá athöfn þar sem Downton Abbey fékk sérstaka BAFTA-viðurkenningu. Þar voru leikarar þáttarins mættir og allir voru þeir sælir og hamingjusamir, enda orðnir heimsfrægir og forríkir.

Við, aðdáendur Downton, þökkum kærlega fyrir okkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Í gær

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“