fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021

Leyndardómar Snæfellsjökuls

Anne Herzog sýnir heimildateikningar sínar í Listasafni ASÍ

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 29. janúar 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég kom upphaflega til Íslands til að stunda nám við Lista­háskólann og til þess að gera list um eldfjallið í Snæfellsjökli,“ segir franska listakonan Anne Herzog, sem sýnir um þessar mundir verk sín á sýningunni Vítiseyjan í Ásmundarsal Listasafns ASÍ.

„Ég er að sýna teikningar sem ég vann á Snæfellsnesi frá því í lok árs 2014 þar til í byrjun þessa árs,“ segir Anne. „Þetta eru teikningar gerðar með bleki á pappír í mismunandi stærðum og einnig tvö stór málverk sem eru gerð með vaxi á striga.“

Herzog er ekki fyrsti franski listamaðurinn sem hefur fengið innblástur frá Snæfellsjökli því jökullinn gegnir lykilhlutverki í ævintýrabók franska rithöfundarins Jules Vernes, Leyndardómar Snæfellsjökuls (f. Voyage au centre de la terre). „Eldfjöll geta verið inngangur að heilum heimi neðanjarðar,“ segir Anne þegar hún er spurð um aðdráttaraflið sem eldfjöll hafa.

Myndirnar vinnur hún á reglulegum ferðalögum sínum að rótum fjallsins. „Þegar ég vinn ­myndirnar ferðast ég fótgangandi eða á puttanum að eldfjallinu. Ég tek viðtöl við ökumennina og fólkið sem ég rekst á í nágrenni fjallsins og geri eins konar heimildamynd. Ég teikna upp viðtölin við fólkið og teikna landslagið og úr verður einhvers konar ferðabók. Ég á líka auðvelt með að teikna skáldaðar sögur frá yfirnáttúrlegum stöðum í kringum eldfjallið. Þá geri ég risastórar teikningu með vaxi á striga, set ég strigann á eldfjallið, kasta vaxinu á það og eldfjallið skapar munstrið,“ segir Anne.

Hún segir að nafn sýningarinnar vísi þó ekki einungis til vítisins hvers inngangur er sagður vera í eldfjöllum og jöklum: „Vítiseyjan (f. L‘ile infernale) var nafn á borðspili sem ég spilaði mikið þegar ég krakki. Upprunalega hét spilið Fireball Island og var gefið út af Milton Bradley árið 1986. Slagorð spilsins var: „Margvídda ævintýri með hættum og háska!“ Leikurinn gerist á órannsakaðri hitabeltiseyju, heimili frumstæðra goðmagna,“ segir Anne. Síðasti sýningardagur Vítiseyjunnar í Listasafni ASÍ er sunnudaginn 31. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Henderson boðar alla fyrirliða á fund – Deildin mótmælir

Henderson boðar alla fyrirliða á fund – Deildin mótmælir
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Blaðamannafundur vegna aðgerða á landamærum í dag

Blaðamannafundur vegna aðgerða á landamærum í dag
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Inga segir ríkisstjórnina vera vanhæfa

Inga segir ríkisstjórnina vera vanhæfa
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Glerharður Boris Johnson – Lofar því að banna Ofurdeildina

Glerharður Boris Johnson – Lofar því að banna Ofurdeildina
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Katie Holmes deilir sjaldséðum myndum af Suri Cruise

Katie Holmes deilir sjaldséðum myndum af Suri Cruise
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Neyðarfundur í herbúðum United – Leikmenn verulega ósáttir

Neyðarfundur í herbúðum United – Leikmenn verulega ósáttir