fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fókus

Sara var gift þegar hún varð ástfangin af öðrum manni – „Við tók erfitt tímabil í kringum skilnaðinn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. júní 2021 12:30

Sara Oskarsson. Myndabanki Torgs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Oskarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, er í nýjasta forsíðuviðtali Vikunnar. Hún segir frá því hvernig hún varð ástfangin öðrum karlmanni á meðan hún var enn gift. Sara hafði verið með eiginmanni sínum og barnsföður, Sigurði, í fimmtán ár þegar líf hennar breyttist. Hún varð ástfangin á svipstundu af Andra, karlmanni sem hún átti sérstaka sögu með.

Sara kynntist Andra fimmtán árum áður fyrir tilviljun í flugvél á leið til Kaupmannahafnar. Sara var með syni sínum í vélinni og endaði með að fara út að borða með Andra og vini hans, Tandra. „Svo hringdi farsíminn minn og pabbi var í símanum og sagði við mig: „Sara mín hvar ertu, er einhver hjá þér?“ og hann sagðist vera með erfiðar fréttir,“ segir Sara í viðtali Vikunnar.

Andri sat hjá henni á meðan hún fékk að heyra þær erfiðu fréttir að móðir hennar væri dáin. „Ég byrjaði að gráta og hálföskra […] Ég fór í eitthvert blakkát og hljóp út á miðja götu í áfalli og hugsaði: Þetta er mér að kenna, ég skildi mömmu eftir. Andri hljóp á fetir mér, togaði mig af götunni og í klukkustund sátum við saman á tröppum í miðborginni. Andri sat á hækjum sér, horfði upp á mig og róaði mig og var til staðar fyrir mig.“

Sara segir að næstu fimmtán árin hefði hún kallað vinina Andra og Tandra „verndarenglana“ sína. Í desember 2018 fór hún aftur til Kaupmannahafnar í fyrsta skipti síðan móðir hennar lét lífið. Hún hafði samband við Andra til að fá heimilisfangið á staðnum sem þau voru þennan örlagaríka dag. Þau ákváðu að hittast í kaffibolla og þá var ekki aftur snúið.

„Við […] mynduðum sterk tengsl um leið. Við urðum bara ástfangin á svipstundu. Ég gat ekki gert sjálfri mér að segja nei við ástinni sem ég vissi fyrir víst að var sönn ást. Við tók erfitt tímabil í kringum skilnaðinn og það erfiðasta sem ég hef upplifað fyrir utan að missa mömmu. Þetta var eins og að rífa úr mér hjartað og hoppa ofan á því. Að sjá börnin sín líða illa og vita að maður gæti valið það sem þau vildu; að mamma og pabbi yrðu áfram saman. Að velja ekki þá leið kallaði á mikið hugrekki innra með mér. Ég var dauðhrædd. Ég fann líka fyrir óbærilegri sektarkennd að vera að fara frá frábærum manni sem hafði stutt mig í gegnum súrt og sætt.“

Sara viðurkennir að líkurnar hefðu verið á móti henni og Andra. Hún með fjögur börn og nýskilinn og hann nýfluttur til landsins og hafði aldrei verið í sambúð. En allt gekk vel og þau eru enn jafn ástfangin. „Samband okkar Andra hefur þróast og breyst að einhverju leyti, en upp úr stendur alltaf þessi tæra, ofboðslega ást sem ég vissi ekki að væri til.“

Þú getur lesið viðtalið við Söru í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“