fbpx
Sunnudagur 16.maí 2021
Fókus

Dónalegir bollar sem mokseljast

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 11. apríl 2021 20:00

Birna Jódís finnur sig knúna til að búa til bollana þegar svartsýnin tekur yfir. Aðsendar myndir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna Jódís, förðunarfræðingur og keramiklistakona með meiru, gerir krúttlega bolla með ekki svo krúttlegum skilaboðum sem rokseljast, sérstaklega í COVID.

Birna Jódís Magnúsdóttir býr til keramik-bolla, vasa og annars konar skúlptúra undir nafninu Endemi. Hún hefur varla undan við að búa til bolla með skilaboðum eins og: „Fokking fokk sjitt sjittafokk“, „helvítis“ og „fokk sjitt“.

Hún segir að vinsældir bollanna hafi aukist í COVID. „Mér finnst vinsældirnar vera í takt við COVID-bylgjurnar. Líka hjá mér sjálfri. Ég tek stundum pásur frá því að búa til bolla, fer að einbeita mér að öðru en svo finn ég að þegar ég fyllist af einhverri svartsýni dett ég aftur í „fokk“ og „sjitt“,“ segir Birna.

„Ég var byrjuð að gera bolla með áletruninni „þetta verður allt í fokking lagi“. Ég gerði svolítið af þeim fyrir jól, því þá var ég farin að sjá fyrir endann á þessu og fólk líka almennt. En svo datt ég aftur í þennan fokk-pakka um daginn í ljósi nýjustu COVIDfregna.“

Vinsældir bollanna eru í takt við COVID-bylgjurnar. Þegar fólk þarf að hanga heima vill það gera það með bolla sem er lýsandi fyrir ástandið. Aðsend mynd.

Krúttlegt og alls ekki krúttlegt

Birna byrjaði að vinna með keramik fyrir tveimur árum. „Ég þekki listakonu sem vinnur mikið með leir, ég fékk að fylgjast með henni og nota aðstöðuna hennar. Ég hef ekki stoppað síðan,“ segir Birna.

„Bollarnir komu fljótlega upp úr því. Ég var að vinna með krúttlega liti og mig langaði að fá smá „contrast“ þannig skilaboðin á bollunum eru ekki mjög krúttleg.“

Aðsend mynd.

Fer eftir eigin höfði

Birna tekur ekki á móti sérpöntunum og allt sem hún auglýsir til sölu á Instagramsíðu Endemis rýkur út. „Það er lúxusvandamál,“ segir hún.

„Ég tek orðið ekki pantanir, ég set inn vörur þegar ég get. Stundum sel ég beint út úr stúdíóinu hjá mér og það ratar ekki á síðuna.“

Hún viðurkennir að það sé frábært að hafa frelsið til að búa til það sem hana langar til að hverju sinni. „Það er algjör bónus að fólki finnist það skemmtilegt sem ég ákveð að gera.“

Birna Jódís. Aðsend mynd.

Listakona með meiru

Birna Jódís hefur alltaf verið mikið fyrir það að skapa og leyfa sínum innri listamanni að njóta sín, þótt hún segist ekki vera viss hvort hún myndi kalla sig listamann. Birna er förðunarfræðingur að mennt og hefur vakið mikla athygli hérlendis og erlendis fyrir förðunarsnilligáfu sína. Hún komst í topp fimm í NYX Nordic Face Awards árið 2016 og hefur lengi verið með stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum.

„Ég hef alltaf verið að búa eitthvað til, ég veit ekki hvort ég myndi kalla mig listakonu. En mér finnst voða gaman að búa til hluti. Ég er búin að búa til skartgripi, verið mikið í förðun og svo hef ég líka málað myndir. Nú er ég að byrja að vinna með nýjan efnivið, gler, samhliða leirnum. Það er svolítið spennandi. Ég kann ekkert á það en ég prófa mig bara áfram. Ég er þannig týpa að ég bara prófa mig áfram með hluti,“ segir hún.

Birna gerir ekki aðeins bolla heldur einnig alls konar skúlptúra. Vasar eru einnig vinsælir hjá henni. Aðsend mynd.

Veitingastaðurinn ÚPS

Birna Jódís býr á Höfn í Hornafirði ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum. Þau eiga og reka veitingastaðinn ÚPS á Höfn, sem er í sama húsi og stúdíóið hennar. Þau opnuðu staðinn í miðju kófinu og segir Birna að það hefur gengið vonum framar.

„Heimafólkið tekur svo vel í þetta og er duglegt að mæta svo það heldur þessu gangandi. Svo kannski koma túristarnir einhvern tímann,“ segir hún.

Það er hægt að skoða bollana á Instagram, @end.emi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tveir landsþekktir karlmenn í #ÉgTrúi-myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk – Dómsmálaráðherra harðlega gagnrýndur fyrir sína þátttöku

Tveir landsþekktir karlmenn í #ÉgTrúi-myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk – Dómsmálaráðherra harðlega gagnrýndur fyrir sína þátttöku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók teppið af gólfinu og fann leyndan stiga

Tók teppið af gólfinu og fann leyndan stiga