fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fókus

Nágranninn hringdi á lögregluna vegna klæðaburðar hennar – „Ég hef fullan rétt á því að vera til og vera heit“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 18. mars 2021 11:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klæðnaður ungrar konu fór svo fyrir brjóstið á nágranna hennar að hann hringdi á lögregluna.

Konan tók upp samskipti sín við lögregluna og deildi myndbandinu á TikTok. Síðan þá hefur myndbandið farið eins og eldur í sinu um netheima og fjalla erlendir miðlar um málið.

Rovi Wade var að taka upp myndband með herbergisfélaga sínum fyrir utan heimili þeirra í Los Angeles.

Rovi var í rifnum gallastuttbuxum, silfurlituðum topp og svörtum háum stígvélum. Kona, sem er nágranni Rovi, kvartaði undan klæðnaði hennar og sagði hann „óviðeigandi“. Rovi sagði konunni að hún hefði fullan rétt á því að vera þarna og þetta væri almannaeign.

Fatnaðurinn.

Konan hótaði að hringja á lögregluna, en Rovi trúði henni ekki. Nágrannakonan var ekkert að grínast og hringdi í lögregluna sem mætti stuttu seinna á svæðið.

Eins og fyrr segir tók Rovi upp samskipti sín við lögregluna.

„Ég er fullklædd, hún er bara ekki hrifin af stílnum mínum. Og ég sagði við hana: „Líkami minn móðgar þig. Það er vandamálið.“ En ég hef fullan rétt á því að vera til og vera heit, og ég ætla að halda því áfram,“ sagði Rovi við lögregluþjóninn og bætti við: „Ég veit ekki hvað hún býst við að þú gerir.“

Lögregluþjóninn svarar: „Ég skil.“

@rovi_wadelike for outfit reveal😇 ##messytok ##drama ##neighbours ##karen ##cops ##feminist ##fyp ##fypシ ##foryou ##viral

♬ original sound – ♡𝓡𝓸𝓿𝓲♡

Myndbandið hefur slegið í gegn hjá netverjum og hrósa henni hástert fyrir góð viðbrögð.

@rovi_wadeReply to @zoldyckwitch YOU GUYS ASKED FOR IT!!! HERE’S THE OUTFIT REVEAL!!! ##fyp ##fypシ ##foryou ##viral ##ootd

♬ original sound – ♡𝓡𝓸𝓿𝓲♡

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum
Fókus
Í gær

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristín Avon gengin út

Kristín Avon gengin út
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinalegir rígar í Hollywood

Vinalegir rígar í Hollywood
Fókus
Fyrir 4 dögum

Logi var bjartsýnn eftir bólusetninguna en síðan komu aukaverkanirnar – „Mér tókst að fljúga á hausinn í Vesturbæjarlauginni“

Logi var bjartsýnn eftir bólusetninguna en síðan komu aukaverkanirnar – „Mér tókst að fljúga á hausinn í Vesturbæjarlauginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”
Fókus
Fyrir 5 dögum

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn