fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 10:30

Alda Coco. Mynd: Ólafur Harðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glamúrfyrirsætan Alda Coco hvetur kynsystur sínar til að deila mynd af sjálfi sér og skrifa undir myndina neikvæða og ljóta hluti sem þær hafa heyrt um sig. Alda tekur frumkvæði og telur upp níðyrðin sem hún hefur verið kölluð:

„Ég hef verið kölluð drusla, yfirborðskennd, of grönn, með anorexíu, feik, heimsk og trans,“ segir Alda.

Í færslu á Instagram hvetur Alda aðrar konur til að gera það sama og hún, deila mynd og skrifa undir það versta sem einhver hefur sagt við þær eða um þær.

https://www.instagram.com/p/CDbXHCpgwWZ/

Í samtali við DV segir Alda að hún reynir eftir fremsta megni að vera meðvituð um sjálfa sig og láta ekki aðra draga sig niður. „En það koma svona dagar hjá manni þar sem maður er viðkvæmari. En ég heyri mikið minna af þessu í dag en áður,“ segir hún.

Alda segir að hún hafi ákveðið að byrja með þessa áskorun eftir að hafa horft á „60 minutes“ með dóttur sinni.

„Þátturinn var um konur sem hafa fengið átröskun, til dæmis vegna samfélagsmiðla. Þær eru mjög ungar, alveg niður í tólf ára. Þetta byrjar oft með því að einhver setur út á að þær séu ekki nógu grannar og oftast þróa þessar stúlkur með sér átröskun og þunglyndi. Mér finnst það mega opna umræðuna hér á Íslandi miklu meira,“ segir Alda.

Foreldrar spila hér lykilhlutverk að mati Öldu. „Ég hef heyrt um að börn hér á landi fá neikvæð skilaboð um holdafar sitt frá foreldrum og sínum nánustu. Ég vil bara benda foreldrum á að við sem foreldrar erum skyldug til að byggja upp sjálfstraust hjá börnunum okkar, hrósa þeim og passa upp á þau. Ég hrósa dóttur minni á hverjum degi því mér finnst hún svo klár, falleg og góð. Ég sé hvað henni líður vel að heyra þessa hluti. Ég sem móðir hennar er auðvitað hennar fyrirmynd.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla