fbpx
Sunnudagur 17.janúar 2021
Fókus

Katrín Edda má ekki fara út eftir klukkan átta á gamlárskvöld

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 23. desember 2020 10:00

Katrín Edda. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Edda Þorsteinsdóttir er 30 ára véla- og orkuverkfræðingur sem býr í Stuttgart í Þýskalandi. Hún vinnur hjá fyrirtækinu Bosch í hugbúnaðarþróunardeild fyrir sjálfkeyrandi bíla. Katrín Edda er einnig vinsæl á samfélagsmiðlum með rúmlega 21 þúsund fylgjendur á Instagram.

Við ræddum við Katrínu um ástandið í Þýskalandi í apríl. Við heyrðum í henni aftur til að spjalla um jólin og áramótin. Mun strangari reglur gilda í Þýskalandi en hér á landi um þessar mundir. Katrín Edda má ekki vera úti eftir klukkan átta og aðeins fimm mega koma saman.

Strangar reglur

„Það mega bara hittast fimm manns saman frá tveimur mismunandi heimilum. Það er útgöngubann eftir klukkan átta á kvöldin til fimm á morgnanna. Það eru einhverjar undantekningar eins og ef þú ert á leið í vinnu. Það verða síðan gerðar undantekningar á þessum reglum á aðfangadag, jóladag og annan í jólum,“ segir Katrín Edda.

Fyrst stóð til að leyfa tíu manns að koma saman þessa þrjá daga en reglunum var breytt og nú má eitt heimilishald ásamt fjórum manneskjum frá öðrum heimilishöldum hittast, en ef þetta eru vinir, ekki fjölskyldutengsl, þá mega bara fimm koma saman frá tveimur heimilishöldum.

Katrín Edda er með góða ræktaraðstöðu heima hjá sér.

 Engir flugeldar

Það verður ekkert um flugelda og segir Katrín Edda að það verði bannað að sprengja þetta árið. „Mér sýnist það verða engir flugeldar og enginn úti á miðnætti til að fagna nýju ári,“ segir hún.

Katrín Edda verður heima ásamt kærasti sínum Markus og einum vini þeirra. „Við ætlum að elda saman og buðum honum að gista. Hann býr einn og þáði boðið. Við ætlum að spila og hafa það kósý. Horfa á íslenskt áramótaskaup, eða allavega ég,“ segir hún og hlær.

Taka þessu alvarlega

Aðspurð hvernig viðhorf vinafólks hennar og nágranna sé í Þýskalandi segir Katrín Edda að þetta sé vissulega glatað.

„Þetta er búið að vera ógeðslega lengi og allar búðir eru lokaðar, sem er líka glatað. En hvað á maður að gera, það er ekkert við þessu að gera annað en að reyna að gera gott úr þessu,“ segir Katrín Edda.

Góður æfingafélagi.

„Þetta er búið að stigmagnast svo síðustu vikur. Þeir sem tóku þessu ekki alvarlega fyrir hálfu ári eru að gera það núna. Þetta er að nálgast mann. Maður sem er í bekk með kærasta mínum greindist með Covid fyrir þremur vikum. Tíu í bekknum hans greindust jákvæðir, Markus var það sem betur fer ekki. Svo greindist einn vinur okkar með Covid, um tíu dögum eftir að við hittum hann. Maður þarf að taka þessu alvarlega og það besta sem maður getur gert er að reyna að gera eitthvað gott úr þessu,“ segir hún.

Engin jólaljós

Katrín Edda hefur sett upp útiseríur, eins og sannur Íslendingur, en er sú eina í hverfinu sem ákvað að gera það. Hún deildi myndbandi af hverfinu sínu á Instagram á dögunum og það mátti ekki sjá ein einustu jólaljós í nágrenni, nema auðvitað heima hjá Katrínu.

Hana segist þó gruna að um sparsemi sé um að ræða hjá Þjóðverjum frekar en að vera jólatröll.

Katrín Edda hefur meira og minna verið í kósýgallanum síðan í mars.

Katrín Edda hefur unnið meira og minna heima síðan í mars. „Ég byrjaði í september að fara einu sinni í viku í vinnuna, en skrifstofan er eins og draugabær. Það eru allir heima. Ég er með auka herbergi þar sem ég er með skrifborð og tvo tölvuskjái og mjög fína aðstöðu. Þannig það er ekkert sem truflar mig en það er skrýtið að hitta ekki fólk,“ segir hún.

Áhugasamir geta fylgst með Katrínu Eddu á Instagram, @katrinedda. Hún er dugleg að deila myndum og myndböndum frá daglegu lífi sínu í Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mæðgur tóku þungunarpróf saman – Bjuggust ekki við þessu

Mæðgur tóku þungunarpróf saman – Bjuggust ekki við þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er ástfanginn af uppáhalds vændiskonunni minni“

„Ég er ástfanginn af uppáhalds vændiskonunni minni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdamæður frá helvíti – „Hún kenndi tveggja ára barninu mínu að kalla mig tík“

Tengdamæður frá helvíti – „Hún kenndi tveggja ára barninu mínu að kalla mig tík“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar deila hvað þeir keyptu fyrir fermingarpeningana í denn

Íslendingar deila hvað þeir keyptu fyrir fermingarpeningana í denn