Mánudagur 24.febrúar 2020
Fókus

Sara svelti sig og hrundi: Fordæmir útlitsdýrkun – „Maður verður smá klikkaður“

Fókus
Mánudaginn 27. janúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég verð aldrei heimsmeistari ef ég svelti mig. Jú, ef þetta væri önnur íþrótt þar sem þyngdarflokkur skiptir máli. Ég var alveg komin í þann pakka, að vera stolt af sjálfri mér ef ég náði að svelta mig smá yfir daginn,“ segir CrossFit-stjarnan Sara Sigmundsdóttir, sem mætti nýverið í spjall til hlaðvarpsþáttastjórnandans vinsæla, Snorra Björns.

Sara hefur verið á sigurgöngu upp á síðkastið og valtar hún yfir hverja CrossFit-keppnina á eftir annarri, meðal annars keppnina The Open í þriðja skipti og Dubaii Fitness Championship nokkrum vikum síðar.

Sigurinn í Dúbaí gaf Söru ekki aðeins enn einn farseðilinn á heimsleikana í ágúst eða enn meiri virðingu í CrossFit-heiminum því okkar kona hafði einnig dágóða upphæð upp úr krafsinu. Sigurvegarinn í einstaklingskeppninni á Dubai CrossFit Championship fékk nefnilega 50 þúsund dollara í sinn hlut eða meira en 6,1 milljón íslenskra króna. Í þættinum ræðir Sara meðal annars um breytingar á mataræði sínu og gildrur útlitsdýrkunnar, sem hún telur vera fullalgengar í íþróttageiranum.

„Ég fór að standa mig miklu betur eftir að ég fór að borða meira,” segir Sara og tekur undir það með Snorra að það sé mótsögn að stunda æfingar til þess einungis að fá líkamann í betra form í stað þess að stuðla að vellíðanin. Telur hún að þurfi nauðsynlega að útrýma þeirri staðalmynd gefur í skyn að fallegur líkami eða þyngdartap sé ávallt ávísun á hamingju.

„Maður verður smá klikkaður, það er hægt að segja það. Þessi útlitsdýrkun er þannig að fólk heldur að maður eigi að líta út á einhvern ákveðinn hátt en það pælir enginn í þessu nema ég sjálf. Ef mér finnst ég vera með smá hold utan á mér, er það aðeins ég sem hugsa um það,“ segir Sara. „Maður verður svo blindur á það hvað þarf að gera til að líða vel og spáir meira í það hvað aðrir vilja að maður geri.“

Sara segir þessa hugsun hafa fylgt sér frá barnæsku, að hugsa um útlitið og líkamann frekar en andlega heilsu. „Það var alltaf fókusinn minn hér áður að borða eða sleppa því að borða til að léttast, en þá var ég komin í vítahring. Nú borða ég til að geta átt betri frammistöðu þegar ég er að keppa,“ segir hún. „Það er engin betri tilfinning en að vera á æfingu og geta neglt æfinguna, ekki vera með einhvern svima og pína sig.

Þátt Snorra Björns má nálgast í heild sinni að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Berglindi langar að kveikja í sér eftir að hún las þessi komment – „Er hann ekki dauður??“

Berglindi langar að kveikja í sér eftir að hún las þessi komment – „Er hann ekki dauður??“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manuela tók aldrei fyrsta sopann: „Ég hef sparað mér svo mikla vanlíðan“

Manuela tók aldrei fyrsta sopann: „Ég hef sparað mér svo mikla vanlíðan“
Fókus
Fyrir 1 viku

10 stjörnubörn í sviðsljósinu

10 stjörnubörn í sviðsljósinu
Fókus
Fyrir 1 viku

Lítt þekkt ættartengsl – Verðlaunadís og stjórnmálarýnir

Lítt þekkt ættartengsl – Verðlaunadís og stjórnmálarýnir