fbpx
Mánudagur 21.september 2020
Fókus

Jóel Sæmundsson yfirheyrður: „Ég óttast mest að vera lifandi en lifa samt ekki“

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 11. janúar 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Jóel Sæmundsson ólst upp á Þórshöfn og segir körfubolta hafa verið hans fyrstu ást þangað til að leiklistin tók yfir. Hann er þakklátur fyrir að fá að vinna við að skemmta og snerta við fólki í gleði og sorg en sjálfur veit hann fátt betra en gott dansiball. Jóel er í yfirheyrslu helgarinnar.

Hvar líður þér best?
Í kyrrð heima hjá mér með gott viskí eða bjór frá Ægi Brugghúsi að horfa á útsýnið og stjörnurnar. Það er einfaldlega best, sérstaklega eftir langan og góðan vinnudag þar sem maður veit að maður er nýbúinn að gera sitt allra besta.

Hvað óttastu mest?
Ég óttast mest að vera lifandi en lifa samt ekki. Það er alltaf það sem ýtir manni áfram í alls konar ævintýri.

Hvert er þitt mesta afrek?
Börnin mín, eða nei, þegar ég hugsa um það þá gerði ég mest lítið, bara sirka fimm mínutur ef ég er ljúga, eflaust bara mínúta. Svo sá barnsmóðir mín um rest, að ganga með, gefa brjóst og þetta erfiða tengt því koma þeim út, þannig ég get kannski ekki eignað mér það afrek. En mest spes af mörgum afrekum væri samt þegar ég jafnaði Íslandsmetið í limbó árið 1994 á kvöldvökunni á Króksmótinu á Sauðárkróki, 10 ára gamall, undir stjórn Hemma Gunn. Það er klárlega mín „go to“ montsaga sem ég mun nota á elliheimilinu.

Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér?
Furðulegt er afstætt, en ég myndi segja dj gigg með Kára Viðars, (DJ*ákni), þar sem ég fékk að vera hluti af dj dúett, þótt ég kunni ekkert að dj-a en ég er ekki frá því að þetta hafi verið einn skemmtilegasti dj-dúett sem hefur verið settur saman. Kannski komin tími á „comeback“ á þennan dúett.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
Fokk it, Limbo.

Hvernig væri bjórinn Jóel?
Vill svo skemmtilega til að það er til bjór sem er gerður fyrir mig. Hann Ólafur Sk ÞorvaldZ, bruggmeistari Ægis Brugghúss, bruggaði hann þegar ég var sýna Hellisbúann. Hann heitir De Oerman, og er belgískt dubble ale, eða munkabjór. Kraftmikið belgískt öl með kandískeim og ávaxtaríkum gerkarakter. „To sum up“ – sætur og kraftmikill – eins og ég.

Besta ráð sem þú hefur fengið?
Það kemur frá móðurbróður mínum: Það er aldrei lagt á mann meira en sem maður getur höndlað. Það getur verið gott muna það þegar allt virðist vonlaust, þá veistu að þú hefur það sem þarf til að komast í gegnum erfiðleikana.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið?
Brjóta saman þvott. Sérstaklega finna samstæða sokka. Þess vegna sérðu mig yfirleitt í ósamstæðum sokkum.

Besta bíómynd allra tíma?
Það er ekki hægt að segja að einhver ein sé best, enda fer það eftir stemningunni í hvert sinn, og hvernig maður er staddur tilfinningalega, en sú sem er efst í huga akkúrat núna er Unthinkable með Michael Sheen. Svo er Börn eftir Ragga Braga alltaf ofarlega hjá mér.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir?
Þessi er auðveld, að fljúga. Eða vera stærðifræðisnillingur.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið?
Það væri klárlega að fara út á lífið með Tryggva Rafns í „suit up“. Mæli ekki með því. Nei, ætli það sé ekki þegar ég spilaði körfubolta sex vikum eftir ég hafði næstum misst hægri höndina í vinnuslysi, þar sem gler skar allt í framhandleggnum nema eina sin. En mig langaði svo mikið spila að við teipuðum allt í drasl með spelku og gifsi. Ætli það sé ekki með því heimskulegra sem ég hef gert.

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér?
„Ég get ekki“ eða „seinna“.

Hvaða geturðu sjaldnast staðist eða ert góður í að réttlæta að veita þér?
Auðveldast af öllu er að réttlæta skyndibita og sælgæti. Það og „suit up“ með Tryggva Rafns.

Hvað er á döfinni hjá þér?
Alls konar skemmtilegt, leika sýna, skemmta, skrifa, ferðast, njóta og lifa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benni og Tinna á stefnumóti – Stefnir í nýtt ofurpar

Benni og Tinna á stefnumóti – Stefnir í nýtt ofurpar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bólulæknirinn með rosalegt myndband – Ekki fyrir viðkvæma

Bólulæknirinn með rosalegt myndband – Ekki fyrir viðkvæma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konan í myndbandinu umdeilda stígur fram hjá Dr. Phil – „Ég er ekki Karen“

Konan í myndbandinu umdeilda stígur fram hjá Dr. Phil – „Ég er ekki Karen“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ugla hjólar í einn frægasta rithöfund heims – „Þetta er ógeðslegt“

Ugla hjólar í einn frægasta rithöfund heims – „Þetta er ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi klámstjarna látin 24 ára að aldri – Skelfileg örlög heimsþekktra klámstjarna

Fyrrverandi klámstjarna látin 24 ára að aldri – Skelfileg örlög heimsþekktra klámstjarna