fbpx
Laugardagur 28.nóvember 2020
Fókus

Hrund um ástandið vegna kórónuveirunnar: „Það gefur ykkur smá innsýn í líf öryrkja“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 31. mars 2020 11:30

Hrund Pálmadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú á þessum fordæmalausu tímum verja margir öllum sínum tíma heima hjá sér. Það gefur ykkur smá innsýn í líf öryrkja,“ segir Hrund Pálmadóttir, sem hefur verið öryrki síðan 2010.

Í dag verja margir Íslendingar tíma sínum heima vegna kórónuveirunnar. Vegna þessa lítur Hrund svo á að nú sé kjörið tækifæri að opna umræðuna um líf öryrkja, sem margir hverjir eyða tíma sínum heima.

„Ég er öryrki, sem þýðir að ég eyði mest af mínum tíma heima hjá mér. Suma daga er ég nánast allan daginn í rúminu og get ekkert gert. Ég er orkulaus, verkjuð og stari oft út í loftið og finnst tíminn ekki líða. Ég hef oft fundið fyrir því að fólk haldi að mér finnist það bara frábært og ég hafi valið mér það. Fáir sjá mig í þessu ástandi. Flestir sjá mig þegar ég er hress sem fyrir vikið gerir það að verkum að margir halda að þannig sé ég alltaf,“ segir hún.

Ekki grín

Hrund vill benda á upplifun öryrkja til að minnka fordóma gagnvart þeim.

„Það eru margir að upplifa svipað ástand og öryrkjar upplifa á hverjum degi. Þetta er ekkert grín,“ segir hún.

„Ég vil benda á þetta til að minnka fordóma og fordómar minnka með því að fólk skilji, og það getur ekki skilið nema að það sé sett í svipaðar aðstæður,“ segir Hrund.

„Mér finnst þetta þörf umræða og nú er rétti tíminn fyrir hana því nú sér fólk að það er ekkert grín að vera heima. Hvað áttu að gera? Stara út um gluggann?“ segir hún og bætir við:

„Margir eru einnig að upplifa hvernig það er að vera ekki með heilsu en þurfa að sjá um börn og vinnuna á sama tíma.“

Hrund hefur verið öryrki síðan 2010.

Brann út og fékk krabbamein

Mörg persónuleg áföll og veikindi urðu til þess að Hrund varð öryrki árið 2010. Síðan þá hefur hún upplifað ýmislegt, til dæmis hefur hún sigrast á krabbameini.

„Þetta er ekki allt neikvætt. Ég lít á mína reynslu með jákvæðum augum. Þetta hefur gert mig að betri manneskju og ég skil lífið betur en margir, og ég tel mig heppna vegna þess,“ segir Hrund og bætir við að það neikvæða í málinu sé viðhorf fólks til öryrkja.

„Það eru ekki allir í samfélaginu með þessi viðhorf, en það eru margir. Vinkonur mínar hafa meira að segja sagt við mig: „Vá þú lítur svo vel út, ertu ekki að fara að vinna?“ Ég hef líka fengið að heyra að ég þurfi að hreyfa mig, auðvitað hreyfi ég mig þá daga sem ég er góð,“ segir hún og heldur áfram:

„Ég er ekki að væla, ég er bara að segja að fólk skilur ekki hvernig líf öryrkja er. Fólk sér það betur nú en áður hvernig til dæmis einangrun getur farið með fólk. Þú ert kannski ekkert andlega veik þegar þú veikist, en það gerist smám saman að þú verður andlega veik. Því þetta er svo rosalega erfitt. Það eru margir sem hafa ekkert verið andlega veikir þegar þeir verða öryrkjar, en fá svo kvíða og þunglyndi og alls konar einkenni varðandi andlega líðan,“ segir hún.

Að lokum spyr Hrund fólk hvernig því líður heima.

„Ég vil taka það fram að ég er ekki að væla, ég vil bara vekja athygli á þessu. Fyrir marga öryrkja er ástandið núna ekki mikil breyting á lífinu, heldur viðvarandi ástand. Það sem ég vona að þessi umræða skili er að fólk átti sig á því að það velur sér enginn að verða öryrki. Mig langar bara að spyrja ykkur finnst ykkur ekki æði að vera alltaf heima?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Axel Freyr í Víking
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er ekki skrímsli“

„Ég er ekki skrímsli“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manuela Ósk og Eiður innsigla ástina með bleki – Sjáðu hvað þau fengu

Manuela Ósk og Eiður innsigla ástina með bleki – Sjáðu hvað þau fengu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Konan sem uppljóstraði um framhjáhald í Reykjavík Síðdegis fræg á ný – „Klárlega í topp 5“

Konan sem uppljóstraði um framhjáhald í Reykjavík Síðdegis fræg á ný – „Klárlega í topp 5“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðmundur glímdi við klám- og tölvuleikjafíkn

Guðmundur glímdi við klám- og tölvuleikjafíkn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Binni Löve og Edda Falak stinga saman nefjum

Binni Löve og Edda Falak stinga saman nefjum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ummæli Reynis Bergmanns harðlega gagnrýnd – „Við vissum ekki að hann væri svona grófur“

Ummæli Reynis Bergmanns harðlega gagnrýnd – „Við vissum ekki að hann væri svona grófur“