Fimmtudagur 23.janúar 2020
Fókus

Manstu eftir Eydísi á Ljósanótt – Valinn maður á hverjum stað – Sjáðu myndirnar

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 7. september 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir Ljósanæturdagar í Keflavík en einn af hápunktum hátíðarinnar er tónleikarnir Manstu eftir Eydísi. Með blik í auga stendur fyrir tónleikunum sem undanfarin níu ár hafa verið vel sóttir.

Í ár er að venju haldnir þrennir tónleikar þar sem áhorfendum býðst að fara í tímaferðalag um tónlist og menningu en eins og fram kemur í nafninu er tímabilið að þessu sinni tileinkað áttunda áratugnum. Stjórnarndi sýningarinnar, Kristján Jóhannsson hefur lengi verið virkur í menningarlífi Reykjanesbæjar og meðal annars starfað í kórum og við tónlist. Hann sat jafnframt lengi í stjórn tónlistarfélags Reykjanesbæjar og menningarráði bæjarins.

„Hugmyndin að verkefninu kviknaði fyrir tíu árum en hefðin er að ljúka Ljósanæturhátíðinni með tónleikum seinnipart sunnudags þó hátíðin standi auðvitað alla helgina.

Ég seldi Arnóri Vilbergssyni, organista í Keflavíkurkirkju hugmyndina á sínum tíma og síðar kom Guðbrandur Einarsson með okkur í verkefnið, við erum því þrír sem stýrum framkvæmdinni. Fyrsta sýningin einblíndi á tónlist og tíðaranda áranna 1950-70 og kölluðum við sýninguna Með blik í auga. Hún sló í gegn og árið eftir tókum við áratuginn 70-80, þá sýningu kölluðum við Gærur, glimmer og gaddavír en yfirskriftin var áfram Með blik í auga. Þessum þríleik lauk á Hanakömbum, hárlakki og herðapúðum en við héldum þó áfram með sýningar á borð við, Keflavík og Kanaútvarpið, Lög unga fólksins, Hvernig ertu í Kántrýinu? Með Soul í auga og Diskóblik í auga og núna ,,Manstu eftir Eydísi?“

Leggja mikið upp úr að skapa réttu stemninguna

Kristján segir verkaskiptinguna skýra og sé valinn maður í hverju verkefni. „Arnór útsetur tónlistina og skrifar nótur, Guðbrandur sér um fjármál og framkvæmdarstjórn en sjalfur skrifa ég svo handritið og umgjörðina, það má eiginlega segja að ég sé sögumaður sýningarinnar en svo erum við með sýningarstjóra, kynningarstjóra og leikstjóra. Við leggjum mikið upp úr því að skapa réttu stemninguna með klæðnaði og fylgihlutum.“

Og Kristján segir hugmyndina að verkefninu yfirleidd fædda áður en lokatónar sýningarinnar á undan hafa þagnað. „Við byrjun svo að kasta hugmyndum í ársbyrjun hvað varðar þemu og söngvara en oftast hafa þeir verið fjórir. Við veljum þá þannig að þeir henti lögunum og vilji syngja þau sjálfir. Hljómsveitin hefur hins vegar verið sú sama lengi en Arnór og Guðbrandur leika báðir á píanó og hljómborð. Þorvaldur Halldórsson, tommuleikari Valdimars er búin að vera með okkur öll árin að einu undanskildu og Davíð Sigurgeirsson gítarleikar líka. Sólmundur Friðriksson bassaleikari sömuleiðis og Jón Björgvinsson slagverksleikari. Aðrir hafa komið og farið en yfirleitt eru um tíu manns í hljómsveitinni auk bakradda, en þær Sigríður og Sólborg Guðbrandsdætur hafa séð um þær öll árin.

Undirbúningurinn hefur sjaldan gengið eins vel og í ár enda listafólkið farið að þekkjast ansi vel.

Í ár koma þau Hera Björk, Jónsi, Jogvan og Jóhanna Guðrún að sýningunni. Það má því með sanni segja að hér sé verðlauna fólk í hverjum stað og áhorfendur mega eiga von á metnaðarfullri sýningu með mikið af flottri grafík. Til að toppa þetta verða svo fjórir dansarar sem taka þátt enda varla annað hægt þegar tónlist frá 1980-90 er annars vegar.”

„Bæði börn Jóhönnu Guðrúnar hafa alist upp við sýninguna en tíu vikna sonur hennar hefur mætt á allar æfingar og verður baksviðs meðan hún sýningur í sýningunni.”

„Hljómsveitin er gríðarlega þétt í ár, þarna eru menn sem margir hafa spilað í flestum sýningum þótt alltaf bætist nýjir við. Flestir eru heimamenn en auk þeirra koma nokkur hæfileikabúnt utan bæjar.”

„Söngvararnir voru duglegir að finna sér föt í tímabilinu og fyrir lög ólíkra listamanna.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvaða lag eigum við að senda út í Eurovision? Taktu könnunina!

Hvaða lag eigum við að senda út í Eurovision? Taktu könnunina!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dauðvona Laddi og Bubbi leikur sjálfan sig

Dauðvona Laddi og Bubbi leikur sjálfan sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Betra að lifa í draumi ef maður á ekki líf

Betra að lifa í draumi ef maður á ekki líf
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ugla Stefanía niðurlægð á flugvelli: „Ég heyrði að fólk var að tala og ég vissi að það væri um mig“

Ugla Stefanía niðurlægð á flugvelli: „Ég heyrði að fólk var að tala og ég vissi að það væri um mig“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dómnefndin hafnaði nýju lagi Ólafs – Tileinkað eiginkonunni sem hann kvæntist á nýársdag | Myndband

Dómnefndin hafnaði nýju lagi Ólafs – Tileinkað eiginkonunni sem hann kvæntist á nýársdag | Myndband