fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Sigga Dögg blæs á mýtuna: „Ef það er ekki limur inn í leggöng, þá er það ekki almennilegt kynlíf“

Fókus
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg kynfræðingur mætti sem gestur í fyrsta þátt hlaðvarpsins Fávitar í umsjón Sólborgar Guðbrandsdóttur. Í þættinum ræddu þær um líkamshár, samskipti, kynfræðslu og að sjálfsögðu kynlíf.

Fávitar er átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi og er um að ræða nýtt feminískt hlaðvarp sem ræðir mismunandi vinkla jafnréttis við áhugaverðar fyrirmyndir í íslensku samfélagi.

„Hvernig virkar kynlíf?“
spyr Sólborg meðal annars. Við því svarar Sigga:

„Kynlíf getur verið svo ótrúlega margt. Ég segi alltaf við krakka að þau eigi að skilgreina hvað kynlíf er fyrir þá og hvernig kynlíf þeir vilja stunda. Ég er ekki hrifin af þessum pælingum með forleik. Mér finnst það kjaftæði, þetta er allt saman kynlíf. Ég er ekki hrifin af því að lagskipta þessu og segja: „Já, svona er eina almennilega kynlífið. Ef það er ekki limur inn í leggöng, þá er það ekki almennilegt kynlíf. Allt annað er bara upphitun.“ Þetta er bullshit,“ segir Sigga.

Sólborg skýtur því inn að með svona fullyrðingum gleymast allar umræður um hinsegin fólk eða aðrir einstaklingar sem stunda ekki kynlíf sem gengur út á lim inn í leggöng. „Sem eru rosa margir!“ bætir Sigga við.

„Kynlíf er oft mjög miðað á kynfærasvæðið en það getur verið meira. Ef þú ætlar að vera með annarri manneskju þarftu að ræða það við viðkomandi hvað þér finnst gott. Ef tærnar eru kynferðislegur hluti af þér, þá er það hluti af þínu kynlífi. Það eru ekki allir sem hugnast tær. Það eru heldur ekkert allir sem hugnast typpi eða píka eða rass, hvað sem er. Allt getur verið sett í kynferðislegt samhengi ef ég vil hafa það í því samhengi.“

„Getur verið óhollt að stunda of mikið kynlíf eða sjálfsfróun?“
spyr þá Sólborg.

„Eins og sálfræðingarnir segja, á meðan þú stundar nám eða vinnu, sefur á nóttunni, nærð að matast á eðlilegum tímum, þá ertu í góðum málum,“ svarar Sigga.

Spurð að því hvort hægt sé að vera háður sjálfsfróun segir Sigga svarið vera ótrúlega flókið. „Þegar ég fæ þessa spurningu, er talan yfirleitt á milli cirka fjórum til sjö sinnum á dag. Það er ekkert hættulegt, en ef þér er orðið illt í kynfærunum eða þetta er orðið hamlandi, þá þarf að skoða það.“

Hlaðvarpið má finna í heild sinni að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Í gær

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“