fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Lúxuslíf Íslendinga: Ólafur og Dorrit – Enn í sviðsljósinu

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 6. júní 2019 18:30

Ólafur og Dorrit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú ár eru liðin síðan Ólafur og Dorrit kvöddu Bessastaði og nýju bændurnir, Guðni og Eliza, settust þar að. Ólafur var forseti landsins í sextán ár. Þar áður átti hann langan feril í stjórnmálum að baki, bæði í Framsóknarflokknum og Alþýðubandalaginu. Sat hann meðal annars sem fjármálaráðherra í tæp þrjú ár.

Ólafur hafði Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur sér við hlið fyrstu tvö árin í embætti forseta en hún féll frá árið 1998. Eftir það kynntist hann Dorrit Moussaieff, frá Ísrael, og giftust þau árið 2003. Dorrit var áberandi forsetafrú en engu að síður hefur hjónaband þeirra verið hjúpað vissri dulúð.

Ólafur er nú kominn vel á áttræðisaldur en hann lætur það ekki stöðva sig í að ferðast um heiminn og spóka sig með heimsleiðtogum líkt og hann gerði áður. Í vor hlýddu Ólafur og Dorrit til að mynda á ræðu Frans páfa í Vatíkaninu og flugu þaðan beint í brúðkaup í Mumbai á Indlandi. Þar voru á meðal gesta Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og Ban Ki-Moon, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna.

Ekki leiddist honum heldur þegar brjóstmynd af honum sjálfum var afhjúpuð á Bessastöðum.

Ólafur og Dorrit búa nú í rauðu einbýlishúsi í Mosfellsbænum. Með húsinu fylgir veglegt gróðurhús.

Heimili:

Reykjamelur 11

335,1 fm

Fasteignamat: 87.928.000 kr

 

Ólafur Ragnar Grímsson:

Tekjublað DV 2018: 3.355.000 kr

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 4 dögum

Álfrúnu blöskrar ljótar athugasemdir um pabba sinn og Felix á samfélagsmiðlum

Álfrúnu blöskrar ljótar athugasemdir um pabba sinn og Felix á samfélagsmiðlum