fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Fókus

Umbyltir staðalmynd fíkniefnaneytandans: „Boxin sem áfengi tikkar í eru miklu verri“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 17. maí 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snævar Sölvi.

„Ég er ekkert að agítera fyrir eiturlyfjum, en þau væru ekki vinsæl ef allir færu í ræsið af þeim,“ segir Snævar Sölvi Sölvason kvikmyndagerðarmaður.

Snævar er nýjasti gestur Föstudagsþáttarins Fókus, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV en á dögunum frumsýndi hann kvikmyndina Eden. Um er að ræða aðra mynd leikstjórans í fullri lengd en hann á að baki gamanmyndina Albatross, sem sýnd var í kvikmyndahúsum árið 2015.

Söguþráður myndarinnar segir frá þeim Lóu og Óliver, sem eru bæði á flótta þegar þau kynnast; hann frá réttvísinni en hún frá fortíðinni. Þau uppgötva fljótlega að þau hafa samskonar langanir í lífinu og fella hugi saman. En til að láta drauma sína rætast þurfa þau að afla sér peninga og með hjálp litríkra félaga Lóu komast þau í samband við undirheimabarón sem ræður þau í vinnu til að selja fíkniefni á götum Reykjavíkur. Í fyrstu gengur samstarfið vel og ástin blómstrar sem aldrei fyrr, en þegar þau kynnast ógnvænlegum hliðum undirheimanna ákveða þau að taka málin í sínar hendur og hefst þá atburðarás þar sem allt er lagt undir.

Spurður að því hvað það er sem aðgreinir Eden frá öðrum íslenskum glæpamyndum, eða „undirheimamyndum“ nánar til tekið, segir Snævar myndina fyrst og fremst vera ástarsögu en jafnframt kómíska í nálgun. Eden sækir innblástur sinn í rótgróinn geira sem jafnan kallast „Lovers on the run“ og má þar nefna kvikmyndirnar Bonnie and Clyde, True Romance, Badlands og Breathless sem dæmi. „Það er svo mikið pönk í þessum undirgeira. Þetta er svo mikið um ungt fólk að rísa gegn ástandinu, hvort sem það er gegn foreldraveldi, fjölmiðlaveldi og þess háttar. Það er auðvelt að tengja sig við persónur sem fá nóg og fara. Það er þessi fílingur sem segir „fuck this,“ ég geri það sem ég vil.“

Þá talar kvikmyndagerðarmaðurinn um íslenskar undirheimamyndir og segir þær oftast hafa verið fullmyrkar og fordæmi oft persónur fyrir að neyta fíkniefna.

„Í þessum myndum er svo mikið talað um „vondu“ eiturlyfin. Eiturlyf væru ekki vinsæl ef það væri ekki gott að taka þau. Það er smá prósenta sem fer alveg í vaskinn af neyslunni, en rosalega margir taka Mollý öðru hverju eða fá sér jónu. Alveg eins og hvernig fólk nálgast bjór, þá eru rosalega margir sem kannski taka LSD eða sveppi einu sinni á ári og ekkert mál. En þetta er allt undir hattinum „eiturlyf“ og einhver kölski með sprautu í kjöltunni. Ég er ekki mikið í þessu en maður á alveg vini sem þú spjallar kannski við og þeir eru að krulla sér jónu. Mig langaði í þennan fíling. Ég vildi ekki fordæma persónurnar bara fyrir það að gera slíkt,“ segir Snævar og dregur upp samanburð við áfengisneyslu.

„Áfengi er hellað drögg og ef það væri að komast fyrst í snertingu manna í dag, ímyndaðu þér lýsingu lögreglunnar á fólki sem væri að fremja brot út í bæ; dómgreindarskortur, árásarhneigð, lömun í líkamanum. Boxin sem áfengi tikkar í eru miklu verri heldur en ef þú værir fyrst að lesa um áhrif Ethanol á mannslíkamann eða áhrif marijúana. En við nálgumst áfengi með svo hversdagslegri hugsun, svona „æ, hann var bara fullur,“ í stað þess að segja að einhver hafi verið lemjandi fólk, en nei nei, það er frekar „já, geta nú djammað stundum skakkt.“

Snævar segir það einnig hafa verið meðvitað með nálgun sinnar nýjustu kvikmyndar að bjóða upp á breiða litapallettu. „Mig langaði ekki til að gera myndina gráa,“ segir hann og tekur þá fram að ákveðnir litatónar í myndinni eru sérstaklega notaðir til að endurspegla dönsku teiknimyndina Fuglastríðið í Lumbraskógi. Sú mynd spilar mikilvægan þátt í söguþræði Eden og er engin tilviljun fyrir því að aðalpersónur myndarinnar bera heitið Lóa (e. Ólafía) og Óli(ver).

En sækir Eden í íslenskan raunveruleika eða eru áhrifin sótt annars staðar frá, til dæmis úr „Hollywood-uppeldinu“ sem Snævar segist hafa fengið í æsku? Kvikmyndagerðarmaðurinn segir rannsóknarvinnu myndarinnar hafa sótt í tengslanet leikstjórans. Einn af vinum hans var að selja eiturlyf þegar Snævar vann að handriti myndarinnar og fékk að sitja í bíl á ýmsum „pikköpp“ rúntum og söluferðum.

Sjá einnig: Telma mætti í vafasöm partý

Snævar segir það einnig hafa verið lykilákvörðun í handriti myndarinnar að umbylta klisjurnar úr umræddum geira, þar sem karlmaðurinn er yfirleitt töffarinn sem dregur skvísuna með sér í ákveðið ferðalag. „Gaurinn er venjulega töff krimmi og stelpan er í rauninni til skrauts og stekkur með á vagninn,“ segir Snævar. „Í minni mynd er stúlkan snoðklippt, grjóthörð, rífur kjaft og keyrir áfram en gaurinn meira einhver nýaldarhippatýpa.“

Þáttinn má nálgast í heild sinni að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Í gær

Bubbi um ástandið – „Ekki hægt að taka vinnuna af fólki í eitt eða tvö ár“

Bubbi um ástandið – „Ekki hægt að taka vinnuna af fólki í eitt eða tvö ár“
Fókus
Í gær

Bikinímynd Jennifer Lopez veldur usla

Bikinímynd Jennifer Lopez veldur usla
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram