fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Andlegt hrun Sölva Tryggva: „Vildi vera meira í tölvunni, sækja í meiri spennu“

Fókus
Föstudaginn 17. maí 2019 19:00

Sölvi Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við gleymum því rosalega oft að við erum lífverur. Við erum búin að byggja flottar borgir og gera ýmsa flotta hluti með hugvitinu, en við erum lífverur eins og önnur dýr. Í mínum huga, ef ég lifi lífi þar sem ég er lítið að heiðra lífveruna mína – til dæmis ef ég bý í borg, vinn með gervibirtu í andlitinu allan, sit allan daginn, þá þarf ég að gera þeim mun meira til að heiðra lífveruna utan vinnutímans. Það felldi mig á sínum tíma,“ segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason í samtali við hlaðvarpsþáttinn Millivegurinn.

Í þættinum er meðal annars talað um hvernig hægt er að koma í veg fyrir kulnun, hvað fólk á að borða, geðlyf og lífsstílsbreytingar. Sölvi gaf nýlega út bókina Á eigin skinni – Betri heilsa og innihaldsríkara líf. Bókin fjallar um leið fjölmiðlamannsins til heilsu á ný, þær fjölbreytilegu tilraunir sem hann gerði á eigin skinni og niðurstöðurnar sem hann komst að.

„Ég var lengi vel í vinnu sem mér fannst mjög skemmtileg og ég hefði þolað þetta álag betur ef ég hefði hugsað meira hvað ég væri að gera utan vinnutíma, hvernig ég væri að hreyfa mig. En ég var bara áfram í vinnunni á fréttavaktinni heima og vildi vera meira í tölvunni, sækja í meiri spennu,“ segir Sölvi um andlega hrunið sitt. Að sögn Sölva á fólk til að rugla gjarnan saman hugtökunum „hreyfing“ og „æfing.“ Segir hann að fólk geti auðveldlega stundað það að hreyfa sig þó það sé ekki að æfa sig.

„Það er svo mikið verið að selja okkur eitthvað eitt sem á að virka fyrir alla þegar kemur að heilsu,“ segir Sölvi og vill meina að ketó sé ekki lausnin handa öllum, sama hvað sagt er í söluræðum. „Ég get aldrei svarað almennilega hvað virkar fyrir næsta mann. Ég hef bara verið í einum líkama og það er minn líkami.“

Að berjast eða flýja

Að mati Sölva er einnig ótrúlega mikið einblínt á það í samfélaginu hvaða mat við erum að borða, en ekki hvernig við erum að borða. „Sama fæða getur farið ólíkt í líkamann ef ég er að borða hana í einhverju stresskasti,“ segir Sölvi. „Við eigum að gefa okkur tíma í að borða og leyfa líkamanum að melta fæðuna.“

Sölvi mælir jafnframt með því að „sturta ekki í sig kolvetnum á morgnana“ og segir hann árangurinn hafa skipt sköpum. „Mér gott að vera skarpur fram að ákveðnum tíma dags, því kolvetni byrja að virka þannig ef maður er ekki alltaf að sturta þeim í sig. Ef maður borðar talsvert af góðum, flóknum kolvetnum seinnipart dags, þá byrja þau nánast að virka eins og slökunarlyf. Það er einmitt svo fínt inn í svefninn,“ segir Sölvi.

„Stærsta einstaka skýringin fyrir lífsstílskvillum nútímamannsins er ofvirkt „fight or flight“ kerfi. Við erum stödd í líkama sem er svolítið gamaldags og hann skilur hlutina bara á ákveðinn hátt sem var rosalega gott einu sinni. Þegar við erum búin að vera að triggera þetta kerfi alla daga, þá fellur fólk oft langt í kvíða eða jafnvel streitu eða kulnun, þá ertu kannski kominn í það ástand að um leið og þú færð örlítið óþægileg skilaboð á Facebook eða Instagram, þá fer af stað svona 40% af því sem á að eiga sér stað í líkamanum þegar ljón ræðst á þig, en þú situr í stól að líta í síma og þá spýtist adrenalínið. Þarna er komin skýringin á því hvers vegna fólk brennur út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“