fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Enginn sagði neitt þegar Fanney lá þunglynd uppi í rúmi – Allir hafa skoðun á mataræðinu: „Bíddu ertu ekki búin að fá nóg?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 18. apríl 2019 12:15

Fanney Dóra. Mynd: Instagram/@fanneydora.com_

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanney Dóra, förðunarfræðingur og áhrifavaldur, byrjaði fyrst að hugsa um heilsuna fyrir þremur árum síðan. Þá ákvað hún og móðir hennar að breyta um lífsstíl en þær eru samstíga í flestu sem þær gera. Þær prufuðu ketó og komust að því að þeim líður best á lágkolvetnafæði. Í janúar 2019 ákvað Fanney að huga aftur að heilbrigðum lífsstíl. Hún borðar eftir ketó, stundar líkamsrækt og hefur aldrei liðið eins vel. Hún segir þó viðbrögð fólks vera blendin og er fólk sífellt að skipta sér af, vara hana við og gefa henni óumbeðin ráð.

Fanney Dóra deildi tísti sem fékk mikil viðbrögð og tengja greinilega margir við það sem hún var að segja.

Í samtali við DV ræðir Fanney Dóra um lífsstílsbreytinguna, afskiptasemi fólks og hvernig hún myndaði mjög óheilbrigt samband við mat.

Mynd: Instagram/@Fanneydora.com_

Lætur hana ekki vera

„Um leið og ég byrja að borða hollt, hreyfa mig og fara í þessar „öfgar“ sem fólk talar um þá lætur það mann ekki vera vegna þess. En ég man vel eftir því að þegar ég var svo þunglynd að ég fór ekki út úr rúminu, borðaði bara óhollt og hugsaði ekki um mig, þá sagði enginn neitt,“ segir Fanney Dóra.

„Ástæðuna tel ég vera að fólk er afbrýðisamt þegar það sér að manni gengur vel eða skilur ekki af hverju það getur ekki gert þetta sjálft. Það hugsar þá: „Bíddu ég þarf að segja eitthvað, hún fer tvisvar í ræktina á dag, voðalega er það skrýtið.““

Yfir átta þúsund manns fylgjast með Fanneyju Dóru á Instagram. Hún segist vera heppin með fylgjendahóp og lendir sjaldan í því að einhver sendi henni svona skilaboð.

„En þegar það gerist þá er það svo extra pirrandi. Fólk heldur að ég sé bara að gamni mínu að borða eftir ketó, að ég sé ekkert búin að spá í þessu eða skoða þetta sjálf. Ég myndi náttúrlega aldrei fara eftir einhverjum sérstökum lífsstíl ef ég væri ekki alveg búin að rannsaka það í þaula sjálf. Ketó er eitthvað sem ég er búin að rannsaka í þrjú ár. Ég hef hætt og byrjað aftur, séð af hverju þetta er að virka fyrir mig,“ segir Fanney Dóra.

„Fólk meinar þetta ekki beint sem diss heldur meira svona „ég vildi bara segja þér að þetta er svona,“ eða „ketó er óhollt fyrir æðarnar“ eða eitthvað svona sem fólk segir í „góðmennsku“ sinni. Fólk lætur eins og ég sé smá heimsk og felur sig á bakvið það að það vil ekkert illt.“

Mynd: Instagram/@Fanneydora.com_

CarbNite frekar en ketó

Mataræðið sem Fanney Dóra er á kallast CarbNite. Hún segist nota orðið ketó því fólk þekki það hugtak.

„Sérstaklega núna er alltaf verið að tala um ketó. Þannig ég nota það orð, en þetta er sitthvort dæmið. Í CarbNite tekur maður einn hleðsludag í viku. Á hleðsludegi tek ég sex tíma þar sem ég borða sem ég vil og það er misjafnt að hverju sinni. Einn laugardaginn langaði mig bara í ávexti,“ segir Fanney Dóra.

Hún segir að ástæðan fyrir því að hún hafi valið CarbNite frekar en ketó sé til að þetta sé lífsstílsbreyting til frambúðar frekar en skammtímalausn.

„Ég er að hugsa um þetta sem nýjan lífsstíl ekki skammtímalausn, því segi ég ekki að ég sé ketó heldur að ég borði eftir ketó. Fólk segir að þetta sé tímabundið, sem þetta auðvitað er. Allt er tímabundið eftir því hvað lætur manni líða vel. Hver veit nema ég verði grænmetisæta eftir nokkra mánuði,“ segir Fanney Dóra.

Mynd: Instagram/@Fanneydora.com_

Ketó-löggur

Aðspurð hvort hún fái neikvæða gagnrýni frá ketóliðum vegna þess að hún er á Carbnite svarar Fanney Dóra játandi.

„Ég kalla þau ketó-löggurnar. Ég hef verið vöruð við ketó-löggunum.“

Fanney Dóra segir að henni finnst betra að borða eitthvað sem er kannski ekki alveg 100 prósent ketó, og slá þannig á löngunina til að borða heilan nammipoka.

„Ég er að skipta út slæmum venjum fyrir góðar,“ segir hún og bætir við að hún finni lífsstílsbreytinguna gerast þegar hún tekur ákvörðun um að borða eitthvað hollt þegar reynir á, eins og ef hún á slæman dag.

Skrifuðu bréf til kolvetna

Fanney Dóra og móðir hennar eru samstíga í öllu og ákváðu að skrifa sitthvort bréfið til kolvetna.

„Ég skrifaði bréf til kolvetna um af hverju mér líður eins og mér líður gagnvart þeim. Ég og mamma erum með hóp á Facebook þar sem við hvetjum hvor aðra og drögum hvor aðra áfram. Það skiptir miklu máli að vera með svona góðan stuðning,“ segir Fanney Dóra.

Mynd: Instagram/@Fanneydora.com_

Er ekki í megrun

Fanney Dóra er ekki að breyta um lífsstíl til að grennast heldur til að styrkjast.

„Þetta tengist ekkert útlitinu. Ég er ótrúlega ánægð með mig eins og ég er í dag en ég finn að ég er orkumeiri,“ segir Fanney Dóra.

„Fólk heldur, sérstaklega ef maður er feitur, að maður sé að skafa af sér. Eins og ef ég fæ mér ekki köku á kaffistofunni klukkan níu um morgun eða ekki pítsu í hádeginu í skólanum þá sé ég í megrun. En ég borða svona af því að mér líður betur,“ segir Fanney Dóra og heldur áfram:

„Mörgum finnst alveg ótrúlegt að mitt vandamál er ekki að borða of mikið, heldur er það að borða ekki. Ég sleppi því að borða dögum saman og svo borða ég stóra máltíð í einu. Það er mitt vandamál. Ketó hjálpar mér í því. Ég er ekki lengur að rífa mig niður ef ég er svöng. Ég er bara að reyna að lifa þessu lífi og ef ég get ekki gert eitthvað hundrað prósent, þá geri ég það áttatíu prósent frekar en ekki neitt.“

Mynd: Instagram/@Fanneydora.com_

Mikil viðbrögð

„Það er ótrúlegt hvað fólk lætur sig ekkert um málið varða á meðan maður er grannur. Ég fékk rosalega mikil viðbrögð við tístinu. Fólk sagði að það hafi lést um 20 kíló vegna þunglyndis og hafi ekki farið út úr húsi og enginn sagði neitt. En um leið og maður byrjar að stunda líkamsrækt og borða yfir höfuð, þá er strax einhver sem segir: Jæja passaðu þig nú,“ segir Fanney Dóra.

„Fólk talar alltaf um þetta öfgaástand en það voru öfgar sem komu mér hingað. Einhversstaðar lenti ég í öfgunum. Af hverju ætti ég ekki að geta notað þessar sömu öfgar til að komast út. Ég vildi óska þess að ég þyrfti ekki að spá í þessu, en staðan mín í dag er bara þannig að ég þarf að spá í þessu. Og ég þarf bara að vinna með það.“

Fanney Dóra og kærasti hennar. Mynd: Instagram/@Fanneydora.com_

Erfitt að borða fyrir framan aðra

Fanney Dóra fékk nóg af öllum reglunum um mat og vill að aðrir hætti að smána matarvenjur annarra því það getur haft slæmar afleiðingar

„Þetta er líkami minn, hvort sem ég er opinber manneskja eður ei. Ef einhverjum líður vel í því sem hann er að gera þá er það ekki þitt að shame-a það. Það á alveg líka við ef einhver fer tvisvar sinnum á kökuborðið, ekki vera týpan sem segir eitthvað,“ segir Fanney Dóra.

„Því þannig byrjaði alveg ótrúlega óheilbrigt samband mitt við mat. Ég var kannski ekki búin að borða allan daginn, var svo orðin alveg ótrúlega svöng þegar kom að kvöldmat og fékk þá að heyra: „Bíddu ertu ekki búin að fá nóg?“ Ég myndaði mjög sterka tengingu við það að matur væri óþægilegur, matur væri vandræðalegur og maður ætti ekki að borða fyrir framan fólk. Það var full vinna fyrir mig þegar ég byrjaði með kærastanum mínum að borða fyrir framan hann. Líka að borða á almenningsstöðum og allt svona. Ég sleppti því, því ég meikaði það ekki að fólk væri að stara á mig. Ég var með svo óheilbrigt samband við mat. Það er svo auðvelt að gera börnunum sínum það. Auðvitað vill maður ekki börnunum sínum illt, það ætlar ekkert foreldri að láta börnunum sínum líða illa gagnvart mat en maður gerir þetta óvart.“

Fyrir fjórum árum náði Fanney Dóra botninum og glímdi við mikið þunglyndi en síðan þá hefur hún verið á hraðri siglingu upp á við.  „Ég vildi reyna mitt allra besta að koma upp úr þessu sjálf og setti mér það markmið að ég ætlaði að gera hvað sem er svo ég þyrfti ekki að líða svona lengur. Það tókst alveg í þrjú ár en svo kom bakslag í fyrra og ég byrjaði hjá sálfræðing út frá því. Núna er ég byrjuð að komast aftur upp úr þessu,“ segir Fanney Dóra. Hún byrjaði á námskeiði og hópþjálfun í febrúar sem hún elskar að stunda.

„Með því að hugsa um ketó og ræktina sem lífsstíl þá eru markmiðin mín allt önnur í dag og snúast ekki bara um útlitið, heldur meira um líkamlegt hreysti og andlega vellíðan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún ólétt: „Bazev fjölskyldan stækkar. Við erum svo spennt!“

Hanna Rún ólétt: „Bazev fjölskyldan stækkar. Við erum svo spennt!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Auðunn kveður Hjörvar: „Þín verður sárt saknað vinur!“

Auðunn kveður Hjörvar: „Þín verður sárt saknað vinur!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flúði heimalandið og bjargar nú fólki á Íslandi: „Ef ég fer heim þá eru hundrað prósent líkur á því að ég verði drepinn“

Flúði heimalandið og bjargar nú fólki á Íslandi: „Ef ég fer heim þá eru hundrað prósent líkur á því að ég verði drepinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatískt þyngdartap Simon Cowell

Dramatískt þyngdartap Simon Cowell
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskri verslun úthúðað á Facebook – Eigandinn segir fólk móðursjúkt og svarar fyrir sig: „Það sjá allir í gegnum svona þvaður“

Íslenskri verslun úthúðað á Facebook – Eigandinn segir fólk móðursjúkt og svarar fyrir sig: „Það sjá allir í gegnum svona þvaður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Miley Cyrus á krossgötum: Nýskilin, kaupir íbúð fyrir 300 milljónir og byrjuð með stelpu

Miley Cyrus á krossgötum: Nýskilin, kaupir íbúð fyrir 300 milljónir og byrjuð með stelpu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þau sjá um Áramótaskaupið í ár

Þau sjá um Áramótaskaupið í ár
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram: „Vaskaðu upp Bubbi“

Vikan á Instagram: „Vaskaðu upp Bubbi“