fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Svona verður Skaupið – Ekkert grín að búa þetta til

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 28. desember 2019 13:00

Fólkið á bak við Skaupið Mjög samstilltur hópur að sögn Reynis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tökum er nú lokið á vinsælasta sjónvarpsefni allra landsmanna, áramótaskaupinu, en fjölbreyttur hópur kemur að gerð skaupsins í ár. Reynir Lyngdal sér um leikstjórn en þau Dóra Jóhannsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Hugleikur Dagsson, Jakob Birgisson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Sævar Sigurgeirsson og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir sjá um handritsgerð. Að sögn Reynis hefur hópurinn verið einkar samstilltur og undirbúningsvinnan gengið vel. „Við kláruðum í síðustu viku en mér líður eins og það sé mánuður síðan, það er svo brjálað að gera,“ segir Reynir þegar blaðakona nær tali af honum. „Það er auðvitað af miklu að taka og þegar maður skoðar árið í stóra samhenginu fattar maður að mun meira hefur átt sér stað en það sem maður upplifir við fyrstu sýn. Þetta skaup mun vonandi fanga það helsta, en við verðum líka að hafa hugfast að þetta er ekki annáll heldur aðeins okkar tilfinning fyrir árinu.“

Fólkið á bak við skaupið Mjög samstilltur hópur að sögn Reynis.

Reynir leikstýrði síðast áramótaskaupinu 2006 og segist ekki kominn á þann stað að kvíða gamlárskvöldi. Hann biður þjóðina þó um að sýna þeim nærgætni sem koma að framleiðslunni. „Stressið hellist eflaust yfir mig milli jóla og nýárs en ég hef hreinlega ekki tíma til að hugsa um það núna. Útgangspunkturinn var að hafa þetta fjölbreytt og ég vona að okkur hafi tekist það, bæði í höfunda- sem og leikaravali. Við förum yfir breitt svið þó að eitt þema sé ríkjandi.“

Sjálfur segist Reynir eiga sér nokkur eftirlætisatriði þótt hann geti ekki greint frá því hver þau séu nákvæmlega. „Það eru þarna þrjú söngnúmer sem ég er ansi sáttur við og sena sem á sér stað í Bónus. Ég væri náttúrlega ekki að taka þetta að mér ef ég kviði fyrir gagnrýni, en auðvitað óska ég þess að sem flestir njóti og hafi gaman af. Ég vona bara að fólk sýni okkur sem að þessu koma kurteisi, því þó að þetta sé grínþáttur er nákvæmlega ekkert grín að búa þetta til.“

Hollt að þurfa að skrifa brandara
Lóa Hlín tekur í sama streng en hún er hokin af reynslu þegar kemur að því að skrifa brandara. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt ferli en líka lærdómsríkt. Það er hollt að þurfa að skrifa brandara, bera þá undir aðra og ekki síst – geta tekið gagnrýni. Mér finnst gott að æfa mig í því. Ég er sjálf með meistaragráðu í ritlist og hef skrifað leikrit og sjónvarpsþættina Hulli 1 og Hulli 3 fyrir RÚV. Ég gerði líka handrit að tveimur teiknimyndum sem voru hluti af skaupinu fyrir nokkrum árum, en það var allt öðruvísi. Þá var ég ekki hluti af skrifteyminu á sama hátt og ég er núna.“

Aðspurð hvernig líðanin verði á gamlárskvöld segist Lóa reikna með því að vera róleg. „Ég er búin að sjá mörg atriði og þetta skaup lofar góðu. Í samstarfsverkefnum sem þessu finnst mér best þegar egóið er lagt til hliðar og hagsmunir verkefnisins eru settir ofar eigin hagsmunum. Þá er líka auðveldara að taka gagnrýni og ræða verkefnið án þess að taka því of persónulega. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega góð í að taka gagnrýni en það er ákveðin kúnst.“

Hommalagið Þetta atriði vakti athygli í skaupinu í fyrra.

Þrátt fyrir að Jakob sé nýgræðingurinn í hópnum segir hann fátt hafi komið honum á óvart við gerð skaupsins. „Ég er auðvitað að gera þetta í fyrsta skipti og hef því lítinn samanburð, en ég er ákaflega þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna með þessu frábæra fólki sem ég lít mikið upp til. Það er ekki sjálfgefið. Vissulega verður þetta gamlárskvöld frábrugðið þeim fyrri í lífi mínu, það er klárt mál, en ég er mjög spenntur fyrir þessu. Hvað viðbrögð þjóðarinnar áhrærir þýðir ekki að hafa miklar áhyggjur því ég tel klárt að skaupið verði bæði fyndið og skemmtilegt. En ef það verður leiðinlegt mun ég alfarið skella skuldinni á Þorstein Guðmundsson.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“