fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Ásdís tekin af fíkniefnalögreglunni: „…Svo rosalega mikið kikk“

Fókus
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er best í því þegar fólk segir við mig: „Þetta er ekki hægt og verður aldrei hægt…“ Þegar ég trúi eitthvað svo sterkt að ég verð að sjá það gerast, þá finnst mér skemmtilegast þegar allar líkur eru gegn því. Ef það tekst, þá er það svo rosalega mikið kikk.“

Þetta segir Ásdís Halla Bragadóttir rithöfundur í spjallþætti Loga Bergmanns Eiðssonar. Þriðja þáttaröð Með Loga snýr aftur í dag og telur hún sex þætti, en fyrri þáttaraðir hafa vakið talsverða lukku.

Ásdís er einn af stofnendum Klíníkurinnar og fullyrðir að hún sé nýlega hætt hjá heilsumiðstöðinni. Þá segir Ásdís einnig frá heimkomu úr vinnuferð til útlanda á þeim tíma sem hún starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Vegna fjölskyldutengsla tók fíkniefnalögreglan hana afsíðis við heimkomuna og segist hún hafa upplifað mjög mikla niðurlægingu.

„Einhvern veginn er flugmiðinn þess eðlis að ung kona sem fer ein til Hollands, Ítalíu, Bretlands og víðar, henni er flétt upp. Annaðhvort er hún sjálf í eigin innflutningi eða burðardýr,“ segir Ásdís.

„Kerfið gengur út frá því að mér sé ekki treystandi og ég sé örugglega fíkniefnainnflytjandi. Og þau horfðu þannig á mig að það skipti engu máli hvað ég sagði. Þau voru algjörlega ákveðin í því að þau væru búin að finna næsta fjölskyldumeðliminn sem væri í ruglinu,“ segir Ásdís.

Brot úr þættinum Með Loga má sjá að neðan, en næsti gestur þáttarins verður Eiður Smári Guðjohnsen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla