fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Árni borgaði leiguna með því að vera tilraunadýr fyrir þróun á verkjastillandi plástrum

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 23. nóvember 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Kristjánsson er skólastjóri Leiklistarskóla Borgarleikhússins en samhliða starfar hann sem stundakennari í Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands ásamt því að kenna leiklist í Dalskóla í Úlfarsárdal. Árni er í yfirheyrslu helgarinnar.

Hvar líður þér best?
Í faðmi fjölskyldunnar, það er alltaf best.

Hvað óttastu mest?
Persónuleg viðtöl í fjölmiðlum.

Hvert er þitt mesta afrek?
Að verða pabbi toppaði allar háskólagráður og leiklistarverðlaun. Ég má líka til með að nefna að í ár setti ég mér það markmið að hætta að nota plast- og pappabolla. Þetta var einfalt og gefandi markmið og nú erum við fjölskyldan alltaf að finna nýjar leiðir til að forðast plast. Við mætum með eigin pappírspoka í bakarí, krukkur á boostbarinn, ferðabolla á kaffihúsið, taupoka í búðina. Mesta afrekið er að þetta var átak en er núna orðið hversdagslegt.

Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér?
Þegar ég bjó í Berlín árið 2014 borgaði ég leiguna einn mánuðinn með því að vera tilraunadýr fyrir þróun á verkjastillandi plástrum. Ég var ráðinn vegna þess að ég var með bringuhár. Það var einhvers konar lágpunktur.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
Tíminn er eins og kaffið

Hvernig væri bjórinn Árni?
Árni í flösku væri líklegast alveg strangheiðarlegur pilsner eftir þýskri uppskrift. Líklegast væri orðagrín á miðanum á flöskunni.

Besta ráð sem þú hefur fengið?
Pabbi sagði mér á sínum tíma: „Allt sem þú gerir vel skilar sér aftur til þín.“ Það hefur reynst rétt allar götur síðan.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið?
Mér finnst fátt leiðinlegra en að raka mig. Ég ætla að telja það með sem húsverk.

Besta bíómynd allra tíma?
The Big Night með Stanley Tucci. Fæstir hafa séð hana, en ég segi vinum mínum reglulega frá henni. Frásögnin tekur um 90 mínútur.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir?
Ég væri til í að geta teleport-að mig á milli staða. Mér leiðist fátt meira en umferðarteppur.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið?
Hvert sinn sem ég held á verkfæri er voðinn vís.

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér?
Árni er bæði fallegt og ljótt nafn. Þegar fólk kallar á mig og segir „Áddni“, „ÁHTT-ni“ eða „Aaahbbneee“ er það fyrir mér eins og að bryðja álpappír. Það er R í Árni!

Hvaða getur þú sjaldnast staðist eða ert góður í að réttlæta að veita þér?
Einhvern veginn er alltaf tilefni til að fá sér kaffi og veganhafraköku á Te og Kaffi.

Hvað er á döfinni hjá þér?

Þetta ár er mikið kennsluár hjá mér og ég er alla daga vikunnar að fylgjast með æðislegum nemendum blómstra. Svo er annað barn á leiðinni í maí svo hér á heimilinu ríkir mikil tilhlökkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“