Bráðskemmtilegt myndband af íslenskri stúlku detta úr lest hefur slegið rækilega í gegn á netinu. Stórir fjölmiðlar á borð við Daily Mail hafa fjallað um myndbandið.
Katla Tómasdóttir, 24 ára, og vinkona hennar voru í keppni um hvor þeirra geti hangið lengur á handriði í neðanjarðarlest í Kaupmannahöfn.
Katla missir takið og dettur aftur fyrir sig. Fyrir aftan hana er opin hurð og svo lokast þær eftir fallið og situr Katla hlæjandi eftir á meðan lestin tekur af stað.
Þetta er alveg stórkostlegt myndband. Horfðu á það hér að neðan.