fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Fókus

Hugrún Egils um eineltið í æsku: „Ég var brotin á sál og líkama“

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 13. október 2019 10:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugrún Birta Egilsdóttir nýkrýnd fegurðardrottning segir það mikinn persónulegan sigur að standa upp á sviði með kórónu á höfði. Hún á að baki erfiða baráttu við brenglaða sjálfsmynd og segist hafa verið föst í ákveðnu hegðunarmynstri sem barn og unglingur sem leiddi til útskúfunnar og stríðni.

Mynd: Eyþór Árnason

Hugrún er yngst fjögurra systkina og segir hún skilnað foreldra sinna hafa markað mikil þáttaskil í lífi sínu. Hún minnist stunda þar sem þau systkinin sátu í strætó með mat frá mæðrastyrksnefnd í fanginu. „Við fengum ekkert alltaf heitan mat á kvöldin en mamma reyndi eins og hún gat að gefa okkur eins gott líf og henni frekast var unnt. Ég var alltaf mikið í íþróttum, stundaði fimleika og fékk mína útrás þar til að vera ég sjálf. Ég var lögð í ljótt einelti sem markaði unglingsárin og mína sjálfsmynd. Við fluttum ítrekað milli staða en ég var föst í ákveðnu hegðunarmynstri sem leiddi til síendurtekinnar stríðni. Þegar maður stígur til hliðar er enn auðveldara að ýta manni aðeins lengra í burtu.

Brotin á sál og líkama
Það var ekki fyrr en eftir fyrstu sambandsslitin að pabbi tók mig í gegn. Hann fékk mig til að líta inn á við og átta mig á því hver ég væri, hvernig ég hegða mér og hvaða manneskjur það eru sem skipta mig máli í lífinu. Ég var svo brotin á sál og líkama að ég var eins og sandkorn. Pabbi fékk mig til að skrifa niður spurningar á blað um mig sjálfa sem reyndist bæði þroskandi og uppbyggilegt fyrir sjálfstraustið. Ég skrifaði meðal annars niður nöfn þeirra einstaklinga sem reyndust mér slæmir í eineltinu, bæði í grunnskóla og menntaskóla. Eftir hvert nafn lokaði ég augunum og endurupplifði minningarnar og fyrirgaf þeim, opnaði svo augun og hélt áfram á næsta nafn. Þetta virkaði vel á mig, það var eins og ég hefði samþykkt það að hafa verið lögð í einelti, þetta var ákveðin hreinsun. Ég vil ekki horfa á yfirborð fólks eða skilgreina það út frá útliti, búsetustað eða samfélagsstöðu, heldur hvaða manneskju það hefur að geyma.“

Brengluð þróun breyttra mynda
Fjögur ár eru nú síðan Hugrún hóf markvist þessa sjálfsvinnu en hún segir að með þátttöku sinni í ár hafi hún loksins náð að fella grímuna. „Ég var alveg þessi stelpa sem fannst ég þurfa að bera á mig brúnkukrem til að láta mér líða vel. Ég setti stöðugt upp einhvern front sem var ekki ég en þegar ég lærði að sleppa tökunum á þessari áráttu, að reyna stöðugt að vera einhver annar en ég sjálf, fór mér loksins að líða betur. Áður fyrr vissi ég ekkert fyrir hvað ég vildi standa, en ég veit það í dag.

Viðtalið í heild má lesa í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta Pub Quiz sumarins á Miami í kvöld: Tjokkóar og skinkur í aðalhlutverki

Fyrsta Pub Quiz sumarins á Miami í kvöld: Tjokkóar og skinkur í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 6 dögum

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sorgmæddur köttur tekur Internetið með trompi

Sorgmæddur köttur tekur Internetið með trompi
Fókus
Fyrir 1 viku

Anton Helgi færir sig aftur á pappírinn

Anton Helgi færir sig aftur á pappírinn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjörlega vanmáttugan“

„Það er hræðilegt sem foreldri að upplifa sig svona algjörlega vanmáttugan“
Fókus
Fyrir 1 viku

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 1 viku

Svafar var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um sig

Svafar var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um sig