fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

María Birta segir #MeToo byltinguna hafa breytt miklu í Hollywood: „Það er minna ætlast til af þér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 8. júlí 2019 20:00

María Birta Bjarnadóttir. Mynd: Eyþór/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Birta, leikkona og athafnakona með meiru, hefur verið með annan fótinn úti í Los Angeles síðastliðin sex ár að reyna fyrir sér í einum harðasta bransanum þarna úti, Hollywood-bransanum. Nýlega skrifaði María Birta undir sinn stærsta samning til þessa og mun koma fram sem glímukappi og leikkona á sviði í Las Vegas og Skotlandi. Hún leikur í nýjustu kvikmynd stórleikstjórans Quentin Tarantino, sem er jafnan talað um sem stærstu mynd ársins. Við ræddum við Maríu Birtu um leiklistarferilinn, #MeToo-byltinguna, Tarantino-ævintýrið, fríköfun og margt annað.

#MeToo-byltingin breytti miklu

María Birta hefur upplifað Hollywood bæði fyrir og eftir #MeToo-byltinguna. Hún segir að margt hafi breyst, þökk sé byltingunni.

„Það er minna ætlast til af þér,“ segir María Birta og nefnir dæmi: „Ég fór í áheyrnarprufu hjá HBO fyrir stóra þáttaröð. Vanalega myndu þeir vilja að þú myndir ganga alla leið í áheyrnarprufum. Ég átti að fara úr blússunni, en mér var sagt að ég þyrfti þess ekki. Það hefði enginn pælt í þessu fyrir #MeToo,“ segir María Birta.

„Það eru svona litlir hlutir sem hafa breyst mjög mikið. Sérstaklega ef þú ert að leika í innilegri senu á setti, þá er sérstakur samræmingaraðili (e. intimacy coordinator). Það er kona, eða maður, sem vinnur sérstaklega við það að passa að öllum líði vel, til dæmis spyrja hvort það sé í lagi að mittið sé snert. Þetta eru litlu hlutirnir en gerir það að verkum að það eru allir rosalega öruggir á setti. Það munar mjög miklu, mikið betra.“

Horfðu á Maríu Birtu tala um #MeToo byltinguna í spilaranum hér að neðan.

Fleiri hlutverk fyrir konur

María Birta segir að margt annað hafi breyst í bransanum í kjölfarið.

„Það eru miklu fleiri hlutverk í boði fyrir konur í dag. Miklu bitastærri og skemmtilegri hlutverk. Sérstaklega fyrir eldri konur, því þær hafa átt rosalega erfitt síðustu árin. Við eigum svo mikið af frábærum íslenskum konum sem eru komnar yfir fertugt og það er bara eitt og eitt hlutverk sem þeim býðst sem er skemmtilegt og bitastætt og þær langar að vinna með,“ segir María Birta og nefnir þáttinn Big Little Lies.

„Þetta er risastór þáttur. Þetta hefði kannski ekki alveg verið þátturinn fyrir tuttugu árum. Þetta er það sem er að gerast, fólk vill sjá kvenhlutverkin stærri og við erum að sækjast í það. Mér finnst alltaf, og ég pæli mikið í því sjálf, að ég sé að kjósa með peningunum mínum. Ég fer sérstaklega að borga mig inn í bíóhús að sjá öll kvenhlutverkin. Ég vil meira af þessu.“

Horfðu á Föstudagsþáttinn Fókus í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“