fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Sólveig fékk ekki hjálp eftir morð sonar síns: „Ég átti ekki krónu en ég þurfti að jarða barnið mitt“

Óðinn Svan Óðinsson
Sunnudaginn 23. september 2018 22:00

Mynd: Auðunn Níelsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Austfjörð Bragadóttir er móðir Hartmanns Hermannssonar sem lést þann 2. maí árið 1990. Hún tjáir sig um lífið og tilveruna eftir morðið í einlægu viðtali, en hún segist hafa þurft að berjast við kerfið allt frá því að sonur hennar var myrtur.

Þetta er brot af ítarlegu viðtali við Sólveigu í DV sem kom föstudaginn 21. september.

Ofsótt af barnavernd og fékk enga aðstoð

Eftir morðið fékk Sólveig hvorki áfallahjálp né fjárhagsaðstoð frá ríki eða sveitarfélagi. Hún var mjög blönk og stóð frammi fyrir því stóra verkefni að bera sjö ára son sinn til grafar. „Ég átti ekki krónu en ég þurfti að jarða barnið mitt. Að ríkinu dytti í hug að aðstoða mig við að jarða barnið. Það hvarflaði ekki að þeim. Þeim datt það ekki í hug. Engin aðstoð og ekki nokkur skapaður hlutur,“ segir Sólveig sem viðurkennir að hún hafi oft verið nálægt því að gefast upp. „Ég hef nú alltaf haft það mottó að maður bognar en brotnar ekki, en auðvitað skælir maður oft. Það er bara þannig.“

Sólveig rifjar upp aðkomu barnaverndaryfirvalda eftir atburðinn. Hún segir stofnunin aldrei hafa þurft að hafa afskipti af henni og hennar fjölskyldu fyrr en eftir að Hartmann dó. Þá hafi sú stofnun farið að herja á hana með það eitt að markmiði að þagga niður í henni. Sólveig rifjar upp yfirheyrslur yfir Ara sem hún segir barnaverndaryfirvöld hafa eyðilagt til að verja eigin hagsmuni.

„Þegar að eiginlegum yfirheyrslum kom var barnavernd kölluð til. Þar fékk rannsóknarlögreglumaðurinn ekki að yfirheyra Ara eins og þurfti. Þær hjá barnavernd stoppuðu hann alltaf. Í dag veit ég að þær voru bara að passa sjálfar sig, þær voru hræddar af því að þær báru ábyrgð á Ara. Ég áttaði mig á því fyrir löngu að þær voru að passa starfið sitt og voru hræddar,“ segir Sólveig.

Þegar hún komst að þessu sagði hún þeim konum sem unnu hjá stofnuninni á þessum tíma að málið væri geymt en ekki gleymt. Það var í framhaldi af þeim orðum sem þær hófu, að sögn Sólveigar, að herja á hana. „Þær létu mig ekki í friði og héldu því fram að ég hugsaði ekki vel um börnin mín. Það var með ólíkindum hvernig þær töluðu. Foreldrar mínir voru kallaðir á fund þar sem þeim var sagt að þar sem stelpurnar mínar gengju ekki í merkjafötum þá gætu þær orðið fyrir aðkasti. Þá voru þær sagðar skítugar og bara ekki eðlilegar, sem var fjarri sannleikanum. Það sem er skrýtið er að ég átti þessar tvær dætur sem þær höfðu afskipti af. Ég átti líka tvo drengi sem bjuggu á heimilinu. Þær minntust ekki einu orði á drengina. Ég er einu sinni ekki viss um að þær hafi vitað ég ætti tvo drengi.“

Eftir þessar ásakanir ákvað Sólveig að fara með stelpurnar til barnalæknis á Akureyri sem komst að þeirri niðurstöðu að ekkert amaði að stelpunum. Umræddur læknir hafði í framhaldinu samband við barnaverndaryfirvöld. „Þá segist hann hafa grun um að málið hjá barnavernd sé persónulegt og til þess fallið að þagga niður í mér,“ segir Sólveig sem segir að ekki hafi liðið meira en vika frá athugasemdum barnalæknis þar til hún fékk símtal um að málið hefði verið látið niður falla.

„Eftir þetta var ég alltaf hrædd um að ég væri ekki að gera rétt. Ég var búin að missa eitt barn og var alltaf hrædd um hin börnin mín því það var fólk í bænum sem gat endalaust hamrað á manni,“ segir Sólveig og bætir því við að enn það dag í dag sé víða pottur brotinn í málefnum barnaverndar á Íslandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáið myndirnar: Tryllt stuð á árshátíð Árvakurs

Sjáið myndirnar: Tryllt stuð á árshátíð Árvakurs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auðkýfingurinn Ingólfur giftir sig og þinglýsir kaupmála

Auðkýfingurinn Ingólfur giftir sig og þinglýsir kaupmála
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi