fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Eiríkur til Kína

Með fangið fullt af pappírum á leið úr kínverska sendiráðinu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. mars 2018 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson sást ganga út úr kínverska sendiráðinu rétt fyrir hádegi síðastliðinn mánudag með hendurnar fullar af pappírum. Vakti þetta athygli vegfarenda og þá einna helst blaðamanna DV sem sáu til hans. Þeir gripu tækifærið því Eiríkur er þekktur fyrir að flytja fréttir af fólki sem sést á förnum vegi.

Aðspurður hvort hann sé genginn til liðs við Kínverja segir Eiríkur svo ekki vera.

„Sást ég þar? Þetta gekk nú ekki nógu vel, en ég ætla til Kína. Það verða allir að fara til Kína, það er framtíðarlandið. Ég meina, það er framtíðarheimurinn,“ segir Eiríkur sem er á leið til Kína ásamt eiginkonu sinni í apríl og þarf að verða sér úti um vegabréfsáritun. „Það er ekkert flóknara en það. Hvað hélduð þið, að ég væri orðinn blaðafulltrúi kínverska sendiráðsins?“

Leið hjónanna liggur ekki til Forboðnu borgarinnar eða Kínamúrsins heldur til stórborgarinnar Shanghai þar sem sonur Eiríks, Baldur Eiríksson lögmaður, er búsettur. „Ég er að fara að heimsækja son minn sem býr í Shanghai. Þetta verður eitthvað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar