fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Bragi fjórtándi – elsti stórmeistari Íslandssögunnar

Amma Bíbí krafði DV um umfjöllun – Skilur stóra bróður sinn eftir í sárum

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 2. mars 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það skiptast á skin og skúrir í íslensku skáklífi. Á blaðsíðu fjögur í helgarblaði vikunnar er greint stuttlega frá lífshlaupi stórmeistarans Stefáns Kristjánssonar sem lést í vikunni, aðeins 35 ára að aldri. Aðeins nokkrum dögum fyrr hafði íslenskt skáksamfélag fagnað innilega þegar góðvinur Stefáns, alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson, landaði síðasta stórmeistaraáfanga sínum. Þar með hafði Bragi uppfyllt allar kröfur titilsins og verður að öllum líkindum formlega útnefndur stórmeistari á þingi Alþjóða skáksambandsins í apríl næstkomandi.

Svo óþægilega vill til að Bragi er litli bróðir greinarhöfundar sem er sá eini á ritstjórn blaðsins sem skrifar um skáktengd málefni að einhverju leyti. Var það því stefna blaðamanns að leyfa öðrum fjölmiðlum að greina frá afreki litla bróður, sérstaklega í ljósi þess að um árabil höfum við bræður keppt að því hvor yrði fyrstur stórmeistari og hafði litli bróðir betur. Það er nógu þungur kross að bera fyrir afbrýðisaman stóra bróður þótt ekki þurfi maður að lofsyngja brósa í fjölmiðlum líka.

Aðrir fréttamiðlar brugðust þessu upplýsingahlutverki sínu hrapallega og afleiðingarnar voru þær að amma okkar bræðra, Kristbjörg Gunnarsdóttir – ætíð kölluð Amma Bíbí, hefur hringt linnulaust í fulltrúa fjölskyldunnar í fjölmiðlum og krafið hann um umfjöllun. Amma Bíbí lagði grunninn að skákferli okkar bræðra með því að vera óþreytandi að safna peningum fyrir skákferðum til útlanda á unglingsárum okkar og er því mjög annt um að afrekum okkar í skák séu gerð góð skil. Þeir sem svara í símann hjá RÚV þekkja hana örugglega með nafni. Það er ekkert í veröldinni mikilvægara en að hlýða ömmu sinni í einu og öllu og því er tíðindunum hér með kirfilega komið á framfæri á kostnað faglegrar nálgunar minnar sem blaðamanns.

Ekki náðist í rígmontinn litla bróður minn við vinnslu fréttarinnar enda var það ekki reynt. Það að slá því upp, þótt rétt sé, að hann sé elsti Íslendingurinn til þess að verða stórmeistari er aðallega gert til að lækka aðeins í honum rostann. Hann er aðeins 36 ára gamall. Að einhverju leyti verður maður þó að dást að honum enda varð hann stórmeistari í skák samhliða erfiðu starfi sem grunnskólakennari og faðir þriggja ungra barna. Á sama tíma tekst honum að vera sæmilegur eiginmaður í þokkabót. Svo er hann líka merkilega eðlilegur maður og það er ekki öllum skákmönnum gefið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Í gær

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan