fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Fókus

Enginn átti von á þessu: Kim og Amber saman á mynd

Netheimurinn eitt stórt spurningarmerki – Eru þær skyndilega orðnar vinkonur? – „Swingers“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. febrúar 2016 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Kardashian og Amber Rose komu ansi mörgum á óvart í morgun þegar þær birtu mynd af sér saman á Twitter. Kardashian er eins og kunnugt er gift rapparanum Kanye West en hann var lengi í sambandi með Rose.

Erlendir fjölmiðlar hafa veitt myndinni mikla athygli enda kom hún eins og þruma úr heiðskíru lofti. Stutt er síðan að West, eiginmaður Kardashian, og rapparinn Wiz Khalifa, barnsfaðir Rose, áttu í hörðum deilum og spöruðu þeir ekki stóru orðin á samfélagsmiðlum.

Vegna deilunnar birti Rose meðal annars færslu þar sem hún sagði að West væri sár því hún vildi ekki leika við hann lengur.

Við myndina sem birtist í morgun skrifaði Kardashian: „Vill einhver te.“

Rose skrifaði einfaldlega: „Swingers“ en óljóst er hvað hún á við með því, þar sem orðið hefur ýmsar merkingar. Meðal annars makaskipti.

Myndin hefur því vakið upp margar spurningar eins og hvort að Rose og Kardashian séu skyndilega orðnar vinkonur.

Engar skýringar hafa hins vegar verið gefnar upp hvers vegna myndin var tekin og hvað þær Rose og Kardashian voru að gera saman. Þá er óvitað hvenær myndin var tekin en erlendir miðlar segja að hún nýleg, miðað við hárgreiðslu Kardashian.

//platform.twitter.com/widgets.js

//platform.twitter.com/widgets.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur vakið mikla athygli fyrir berbrjósta mótmæli sín – Fékk ljót skilaboð og ætlar nú að ganga lengra

Hefur vakið mikla athygli fyrir berbrjósta mótmæli sín – Fékk ljót skilaboð og ætlar nú að ganga lengra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta þarftu að vita áður en þú ferð í trekant – Fjórar mikilvægar reglur

Þetta þarftu að vita áður en þú ferð í trekant – Fjórar mikilvægar reglur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Madonna birtir myndir af sér á brjóstunum – Segist hata að máta föt

Madonna birtir myndir af sér á brjóstunum – Segist hata að máta föt