fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Fókus

Stjörnubörn 2016

Hvaða faðir á von á börnum númer fimm og sex?

Indíana Ása Hreinsdóttir
Miðvikudaginn 6. janúar 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt jafnast á við gleðina þegar börn eru væntanleg í heiminn. Þegar foreldrarnir eru frægar stjörnur í Hollywood nær spennan hámarki og slúðurmiðlarnir fylgjast með hverju skrefi verðandi mæðra. Hér er listi yfir stjörnur sem vitað er að eigi von á erfingja á árinu 2016.

Mikilvægasta hlutverkið

Anne Hathaway er að undirbúa sig fyrir mikilvægasta hlutverk lífs síns en leikkonan verður mamma á árinu. Leikkonan er gift Adam Shulman en þau gengu í það heilaga 2012.

Mynd: epa

Fimmta og sjötta barnið

Ronnie Wood er að verða pabbi í fimmta og sjötta skiptið. Tónlistarmaðurinn og eiginkona hans, Sally, eiga von á tvíburum í júní. Ronnie á eitt barn með fyrstu konunni sinni, Krissy Findlay og þrjú með Jo Wood.

Mynd: epa

Fjórða barnið

James Van Der Beek, sem er frægastur fyrir hlutverk sitt í Dawson’s Creek, á von á sínu fjórða barni með konu sinni, Kimberly. Hjónin giftu sig árið 2010 og eiga fyrir Oliviu, Annabel og Joshua.

Mynd: epa

Christian Grey“ pabbi

Jamie Dornan, sem lék Christian Grey, er að verða pabbi í annað skiptið. Leikarinn og eiginkona hans, Amelia Warner, eiga dótturina Dulcie sem fæddist árið 2013.

Byrne mamma

Leikkonan Rose Byrne er að verða mamma. Byrne, sem lék meðal annars í Bridesmaids, og Bobby Cannavale, hafa verið saman í þrjú ár en eru ógift.

Mynd: Reuters

Loksins ófrísk

Fyrirsætan Chrissy Teigen fær loks ósk sína uppfyllta en hún og John Legend eiga von á sínu fyrsta barni. Parið hafði háð baráttu við ófrjósemi og er því himinlifandi með væntanlegan erfingja.

Mynd: NICOLE RIVELLI PHOTOGRAPHIE 2013

Ástfangin og ófrísk

Ben McKenzie og Morena Baccarin urðu ástfangin þegar þau léku saman í Gotham og nú er ljóst að Morena á von á barni. Um fyrsta barn OZ-stjörnunnar er að ræða en Morena á fyrir tveggja ára son með Julius, fyrrverandi eiginmanni sínum.

Tilkynntu fréttina á Twitter

Sjónvarpskonan Cat Deeley og Patrick Kielty tilkynntu í september að þau ættu von á sínu fyrsta barni árið 2016 en parið notaði Twitter til að tilkynna fréttirnar.

Sagði tíðindin á tónleikum

Kelly Clarkson tilkynnti tónleikagestum að hún væri ófrísk að sínu öðru barni. Fyrri meðgangan fór afar illa í söngkonuna sem missti einnig röddina tímabundið eftir fæðinguna.

Fyrsti 1D-pabbinn

Svo virðist sem Louis Tomlinson verði sá fyrsti úr One Direction til að verða faðir. Kærasta söngvarans, stílistinn Briana Jungwirth, er ófrísk. Sumir aðdáendur Louis brugðust reiðir við fréttunum en hafa nú samglaðst söngvaranum sem er himinlifandi með væntanlegt föðurhlutverk.

Krúttleg tilkynning

Söngvarinn Michael Bublé og eiginkona hans, Luisana Lopilato, tilkynntu um væntanlega komu barns númer tvö á afar krúttlegan máta. Hjónakornin deildu myndbandi af eins árs syni þeirra þar sem hann bendir á maga mömmu sinnar og segir „barnið“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 5 dögum

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Margrét gerði eldhúsinnréttinguna eins og nýja fyrir nokkra þúsundkalla

Margrét gerði eldhúsinnréttinguna eins og nýja fyrir nokkra þúsundkalla
Fókus
Fyrir 1 viku

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?
Fókus
Fyrir 1 viku

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn
Fókus
Fyrir 1 viku

Útilegutískan í sumar – Smart á ferð um landið

Útilegutískan í sumar – Smart á ferð um landið