fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Fókus

Völvuspá: Blóðug uppgjör á vinstri vængnum

Völva DV spáir hjaðningavígum á vinstri vængnum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. janúar 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðla árs fer að hylla undir prófkjör hjá flokkunum. Völva DV spáir því að þar komi ýmis ný nöfn fram á sjónarsviðið. Þar á meðal nöfn fólks sem var hætt en hyggur á endurkomu í stjórnmálum. Sérstaklega verður þetta áberandi á vinstri vængnum.

Nokkuð verður um að frétta- og fjölmiðlamenn reyni fyrir sér í þessum prófkjörum. Framundan eru átök. Bræður munu berjast. Hjaðningavígin verða blóðug. Með vinstri vænginn í uppnámi og óvissu um sameiningaráform stefna flestir hátt í prófkjörum og oft hærra en raunhæft er.

Frostavetur er framundan í stjórnmálum undir lok árs. Það frost mun snerta alla flokka en mestur verður gaddurinn á vinstri vængnum.

Athygli vekur að ólíklegasta fólk meldar sig sem Pírata og vill framgang á þeirra vegum. Ekki gleðjast allir sem þar eru fyrir á fleti. Ýmsir úr hópi stuðningsmanna Össurar Skarphéðinssonar vilja sjá hann í framboði næst undir merki sjóræningjaflokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli Fannar færir út kvíarnar og byrjar nýtt viðskiptaævintýri

Atli Fannar færir út kvíarnar og byrjar nýtt viðskiptaævintýri
Fókus
Í gær

Óvænta símtalið sem eiginmaður Brittany Murphy hringdi eftir dularfullt andlát hennar

Óvænta símtalið sem eiginmaður Brittany Murphy hringdi eftir dularfullt andlát hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sykurmamma borgar mun yngri kærastanum 2,6 milljónir á mánuði -„Hann gerir hvað sem ég vil“

Sykurmamma borgar mun yngri kærastanum 2,6 milljónir á mánuði -„Hann gerir hvað sem ég vil“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian deilir stærstu mistökunum sem hún hefur gert sem foreldri

Kim Kardashian deilir stærstu mistökunum sem hún hefur gert sem foreldri