fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Alma er þakklát fyrir að vera ein af hópnum

Alma missti báða fætur fyrir neðan hné og framan af níu fingrum í kjölfar veikinda – Spurð hvort henni sé kalt á fótunum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. janúar 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Ýr Ingólfsdóttir var á átjánda ári þegar hún veiktist alvarlega af heilahimnubólgu sem varð til þess að taka þurfti af henni báða fætur, rétt fyrir neðan hné, og framan af níu fingrum.

Alma segist aldrei meðvitað láta fötlunina stýra sér á nokkurn hátt. Hún velji ekki einfaldari leið sé hún í boði. Ef hún þarf að fara upp tröppur þá fer hún upp tröppur. „Maður verður að ögra sér. Kannski geri ég það meðvitað en mér finnst það vera ómeðvitað. Ég hætti til dæmis ekkert að búa á Íslandi af því það er svo oft ógeðslegt veður hérna. Þetta eru ekki kjöraðstæður fyrir mig til að ganga í, en ég geri það bara,“ segir Alma og blaðamaður getur ekki annað en leitt hugann að sjálfum sér, að berjast í gegnum hálku og ófærð á gangstéttum borgarinnar.

Að sögn Ölmu skiptir það líka miklu máli hvernig fólk í kringum hana hefur brugðist við fötluninni. Bæði fjölskylda og vinir hafi alltaf verið hvetjandi og ekki reynt að ofvernda hana á neinn hátt. „Ég er endalaust þakklát fyrir að vera bara ein af hópnum, enda af hverju ætti ég ekki að vera það? Enginn af vinum mínum er að spá í þetta. Það kom meira að segja einu sinni upp að ég var spurð af hverju ég fengi mér ekki tattú á ökklann. Svo hef verið spurð hvort mér sé ekki kalt á fótunum,“ segir hún og brosir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“